Uppljóstrun: Tölvupóstar sýna að Facebook rekur áróður fyrir bólusetningum í samvinnu með Bandaríkjastjórn

frettinErlent1 Comment

Tölvupóstur milli alríkisstofnana í Bandaríkjunum og starfsmanna Facebook frá því nóvember 2020 sýna hvernig samfélagsmiðlinum var leiðbeint varðandi skilaboð vegna COVID-19, að hverjum hann ætti að beina skilaboðum, hvernig skilaboðum ætti að miða að notendum og hvað væri verið að gera til að nota samfélagsmiðla til að auka áhuga á bólusetningum.

Það voru samtökin Informed Consent Action Network (ICAN) sem fóru fram á að fá tölvupóstana og hafa nú birt þá opinberlega.

Í tölvupóstsamskiptum þar sem hugsunin var upphaflega að skipuleggja fund milli Dr. Deborah Birx varaforseta heilbrigðismála og Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna (CDC), lagði CDC fram tillögur um hvernig Facebook gæti matreitt gögn frá stjórnvöldum til að þau fengju meiri hljómgrunn hjá notendum og að hverjum ætti að beina upplýsingunum.

„Í gærkvöldi fór kerfi í loftið sem sýnir smittíðni eftir sýslum, þannig ef þú gætir á næstu vikum komið með staðbundna tölfræði/viðvaranir byggðar á því hvar notendur eru staðsettir, það gæti verið öflugt að taka þetta saman til að sjá breytingar sem sýna hversu hratt veiran dreifist og í hreinskilni sagt gæti gefið meiri hljómgrunn hjá fólki en heildarfjöldi dauðsfalla um allt landið, sagði Amira Boland, starfsmaður alríkisstofnunarinnar Office of Management and Budget (OMB). „Kannski eins og staðbundin veðurviðvörun? „COVID dreifist hraðast í Franklin-sýslu,“ sagði Boland.

Boland tilgreinir síðan ríki þar sem smittíðni fer hækkandi og mótvægisaðgerðir einstaklinga eru ekki nógu harðar: „AK, AL, AR, CO, IA, ID, IN, KS, KY, MN, MO, MT, NE, NV , SD, TN, WI og WY" áður en hún tiltekur sérstaklega ákveðna hópa sem þarf að ná til, t.d. karlmenn í miðvesturríkjunum 35 ára og eldri, þá sem búa þéttbýli og eru á ferðalagi, aldurshópana 10-25 ára annars vegar og 26 -41 árs hins vegar.

Tölvupósturinn inniheldur síðan áframsend skilaboð sem send eru til annarra samskiptafélaga sem lýsa markvissari skilaboðum næstu vikuna (og yfir hátíðarnar).

Boland segir við Facebook: „Allt sem þið getið gert til að auka áherslu á aðgerðir sem fólk getur stjórnað sjálft, t.d. endurskipulagt ferðalög, samkomur, vera með grímu, frekar en að segja bara: lærðu meira um COVID-19, það væri frábært.“

Boland ráðleggur Facebook síðan að vera með „skilaboð um skyldurækni, t.d. „Fyrir fjölskylduna þína, fyrir landið þitt,“ sem virðast eiga mestan hljómgrunn hjá ungum einstaklingum og körlum.

Í tölvupósti, sem síðan var sendur í júní 2021 frá Payton lheme, yfirmanni hjá Facebook, upplýsti Facebook Health and Human Services (HHS) og OMB um nýtt bandalag fjölmargra lýðheilsustofnanna (Alliance for Advancing Health Online) sem hafði verið myndað og það fyrsta sem gert var í nafni þess var að stofna sjóð sem mun veita fræðimönnum og stofnunum styrki til verkefna sem kanna hvernig hægt er að nota samfélagsmiðla og stafrænan vettvang til að byggja upp traust á og ýta undir notkun bóluefna.

Eins og kemur fram í tölvupóstinum, er CDC Foundation, ein af stofnununum í bandalaginu. Hún er óháð sjálfseignarstofnun og eini aðilinn sem þingið hefur sett á laggirnar til að virkja góðgerðar- og einkageirann til að styðja við starfsemi Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna (CDC).

Þannig að CDC var að segja Facebook hverjum, hvernig og hvert ætti að beina COVID skilaboðum til, og CDC Foundation var að vinna með Facebook til að finna út hvernig ætti að nota samfélagsmiðla til að fá fólk til að láta bólusetja sig.

Fyrir Facebook og Instagram notendur hefur það þegar verið augljóst að samfélagsmiðlanetið reiðir sig á CDC um heimildir. Allar færslur, fréttir, hlekkir, jafnvel einkaskilaboð sem nefna COVID, heimsfaraldurinn, bóluefni o.s.frv., eru merktar og beina notendum á vefsíður CDC til að finna frekar upplýsingar.

Tölvupóstarnir sem ICAN hefur nú upplýst um veita skýrustu sönnunina hingað til um samráð Facebook og lýðheilsustofnana alríkisstjórnar Bandaríkjanna.

Allt frá því að beina skilaboðum til hópa sem greinilega eru ekki að fara að ráðleggingum CDC, til þess að nota skilaboð sem „henta“ frekar þessum hópum, til að vinna að því að nota samfélagsmiðla til að auka bólusetningar, sýna þessir tölvupóstar greinilega hversu náið Facebook og alríkisheilbrigðisyfirvöld hafa unnið saman.

Heimild

One Comment on “Uppljóstrun: Tölvupóstar sýna að Facebook rekur áróður fyrir bólusetningum í samvinnu með Bandaríkjastjórn”

  1. Ha? Er almenningur undir duldum sálfræðihernaði (til að ráðskast með hegðun og skoðanir hans) frá reikniritum Facebook og öðrum „samfélagsmiðlum“ allan sólarhringin… og hefur kannski verið það í 16 ár? Getur það verið?

Skildu eftir skilaboð