Leiðtogi EFF ákærður fyrir hatursorðræðu – krefst þess að eignir hvítra bænda verði gerðar upptækar

frettinErlentLeave a Comment


Julius Malema leiðtogi EFF, stjórnmálaflokks í Suður Afríku sem hefur krafist þess að ríkið gerði eignir hvítra bænda upptækar án greiðslu, er nú fyrir rétti ásakaður um hatursorðræðu. Upphaf þess er að Malema og fylgendur hans sungu baráttusöng sinn "Skjótum Búana" við fyrirtekt máls gegn mönnum sem voru ákærðir um að hafa drepið Brendin Horner, 21 árs, hvítan starfsmann bændabýlis árið 2020.

Malema vill meina að orðið "Búi" vísi ekki til einstaklinga, heldur til kerfis sem hafi svift svarta landi sínu og hafnar því að söngurinn sé hvatning til drápa á bændum. Heldur er þó vafasamt fyrir hann sem meðlim Bantu ættbálksins að tala um landrán þá ættbálkur hans kom að norðan og hefur lagt undir sig lönd fjölmargra minni ættbálka, m.a. þeirra er Búarnir settust að hjá 1652.

Saksóknarinn las upp lýsingu á morði og pyntingum mæðgna á bændabýli sínu þar sem morðingjarnir höfðu notað blóð þeirra til að skrifa "drepum Búana" og spurði Malema hvort þar hefði ekki verið um hatursglæp að ræða. Hann sagðist ekki geta svarað því því hann þekkti ekki til valda- og eignastöðu morðingjanna. Saksóknaranum fannst það viðhorf að sekt eða sakleysi réðist af sjálfsmyndarpólitíkinni vera skuggalegt og andstætt stjórnarskrá landsins. Einnig ásakaði hann Malema um skort á mannúð því vitni hefðu lýst því hvernig þau endurupplifðu fyrri áföll er þau heyrðu hann og fylgjendur hans syngja "Skjótum Búana".

Hver niðurstaða málsins verður mun fara eftir hugmyndafræðilegri afstöðu dómarans.

Heimild

Skildu eftir skilaboð