Bretinn Maajid Nawas var rekinn fyrirvaralaust frá spjallþættinum Leading Britain´s Conversation (LBC), þar sem hann hafði haldið úti sínum þætti og fannst sem hann sætti þöggun í Bretlandi og á netmiðlunum.
Nawas leitaði því yfir Atlantshafið til Joe Rogan, en sá maður er þekktur fyrir að leyfa viðmælendum sínum að tjá sig um hvað sem helst í löngum (3-4 klst.) þáttum. Maajid fékk viðtal en þurfti að bíða eftir birtingu þess því um sama leyti fór í gang herferð til að þagga niður í Joe Rogan og var ýtt á Spotify að rifta samningum við hann. Sú herferð mistókst og Maajid fékk rúmlega þriggja klst. viðtalið við sig birt þann 19 febrúar.
Þar ræddu þeir meðal annars um Klaus Schwab hjá World Economic Forum (Davos hópnum) og hvernig nemendur hans úr skóla fyrir alheimsleiðtoga hafa komist til valda innan stjórnkerfis landa út um allan heim. Í viðtali er tekið var upp í Harvardháskóla 2017 lýsir Klaus því hve vel hafi til tekist og nefnir Merkel og Putin en segist stoltastur af ungu leiðtogunum, s.s. Trudeau en um helmingur ráðuneytis hans sé mannaður nemendum sínum. Varaforsætisráðherra Kanada, Chrystia Freeland, er meira að segja í stjórn World Economic Forum - rækilega innmúruð í valdakerfi heimsins.
Í stuttum kafla úr viðtalinu má heyra Maajid lýsa því hvernig Davos hópurinn hafi komið sínum mönnum vel fyrir og þrengi stöðugt að réttindum borgaranna. Hann telur að rafræn skilríki séu upphafið að refsi/umbunarkerfi (e. social credit score) í kínverskum stíl. Rafræna eftirlitskerfið er eitt af því sem trukkabílstjórarnir kanadísku vilja losna við. Þeir segja að er þeir nálgist landamæri Kanada frá Bandaríkjunum, þá sendi „kóvidappið“ í símanum þeirra sjálfvirkt upplýsingar um bólusetningarstöðu þeirra til landamæravarðanna. Refsi/umbunar kerfi virðist þegar hafa verið komið á í Kanada því rafrænum greiðslumöguleikum margra Kanadabúa hefur verið lokað eftir að Stóri bróðir sá færslur inn á reikninga til stuðnings bílstjórunum. Enn munu Kanadabúar þó geta tekið út seðla og afhent þá beint en víða um heim hefur heyrst að seðlar séu óþarfir og einfaldast sé að nota bara rafræn greiðslukort. Skyldu þær raddir koma frá þeim er numu við skóla Klaus Schwabs?
Viðtalið við Rogan má sjá hér að neðan.