800 Danir sækja um skaðabætur vegna Covid bólusetninga – ríkið byrjað að greiða út

frettinErlentLeave a Comment

Danska ríkið hefur greitt út bætur vegna bóluefnaskaða í fyrstu tilfellunum þar sem metið hefur verið að tengsl séu á milli Covid-19 bóluefnisins og alvarlegs skaða eins og heilablæðinga og andlitslömunar. Flestum umsóknum um bætur er aftur á móti synjað.

„Bóluefnin eru örugg en alltaf er hætta á aukaverkunum,“ að sögn sérfræðinga og samtaka sjúklinga.

Hundruð Dana tengja heilsuskaða við bólusetningar sem þeir fóru í til að reyna verjast Covid-19 sjúkdómnum.

799 bólusettir Danir eða aðstandendur þeirra hafa krafist skaðabóta fyrir meðal annars ofnæmisviðbrögð, blóðtappa, heilablæðingar og dauðsföll, en einnig vegna vægari aukaverkanna eins og höfuðverk og þreytu, sem þeir telja að tengist bóluefninu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjúkratryggingum sem síðastliðið ár hafa fengið tvöfaldan fjölda umsókna um bætur vegna lyfjaskaða en vanalega, í kjölfar Covid bólusetninga.

Heimild

Skildu eftir skilaboð