Bankarnir opna aftur reikninga stuðningsfólks vörubílstjóranna

frettinErlentLeave a Comment


Mótmæli vörubílstjóranna í Kanada og setning neyðarlaga eftir að þeir hættu að mótmæla í Ottawa hafa vakið furðu litla athygli hérlendis.

New York Times upplýsti í gær, 22. febrúar að bankarnir væru byrjaðir að opna aftur reikninga fólks sem hafði sent fé til stuðnings bílstjórunum og að fleiri frystingar væru ekki fyrirhugaðar.

Áður hafði GoFundMe fryst meirihluta þeirra fjármuna er fólk hafði ætlað bílstjórunum en menn hófu þá að senda fjármuni gegnum GiveSendGo. Svo illa vildi til að sú síða var hökkuð og kanadíska lögreglan nýtti sér þær upplýsingar til að gefa bönkunum fyrirmæli um lokun reikninga. Vandræðum þeirra er sendu fé gegnum GiveSend Go var þó ekki lokið því fjölmiðlar hófu að hafa samband og spyrja af hverju þeir hefðu sent peningana og í gær birtist frétt á Breitbart um að kort sem sýndi hvar heimili þeirra Ontaríóbúar er létu fé af hendi rakna í söfnunina hefði verið sett upp á Google Maps.

Hvernig má það vera að kanadískir bankar telji sér skylt að loka reikningum viðskiptamanna í boði ríkisvaldsins fyrir það eitt að styrkja tiltekinn málstað, sem var ekki forboðið á þeim tíma er peningarnir voru sendir? Jordan Peterson sagði frá því í gær að maður innan hersins og fleiri hefðu ráðlagt sér að taka allt fé sitt úr úr kanadísku bönkunum og fullyrti að Trudeau hefði varanlega eyðilagt traust 20% þjóðarinnar til kanadíska bankakerfisins og spillt alþjóðlegu orðspori þess til frambúðar.

Heimild

Skildu eftir skilaboð