Landlæknir brýtur gegn lögum um opinber innkaup í milljarðaviðskiptum

frettinInnlendarLeave a Comment

Kærunefnd útboðsmála komst að þeirri niðurstöðu í úrskurði sem birtur var málsaðilum í fyrradag, að innkaup landlæknis af Origo hf. er lúta að þróun á Heklu heilbrigðisneti, gerð og þróun Heilsuveru og þróun fjarfundarlausnar til notkunar á heilbrigðissviði, hafi verið ólögmæt og í andstöðu við lög um opinber innkaup.

Heilsuvera er eins og flestir þekkja hugbúnaður fyrir almenning til að sækja heilsutengdar upplýsingar í gegnum Heklu heilbrigðisnet. Hekla heilbrigðisnet er lokað rafrænt samskiptanet til sendinga á heilbrigðisgögnum á milli aðila á heilbrigðissviði.

Landlæknisembættinu er í úrskurðinum gert að bjóða út slík innkaup sem og að greiða stjórnvaldssekt að fjárhæð 9 milljónir króna. Þá er kærunefndinni einnig gert að greiða kæranda, Köru Connect ehf., málskostnað upp á 2 milljónir króna.

Í úrskurðinum kemur fram að um er að ræða innkaup á yfir milljarð króna yfir fjögurra ára tímabil, án útboðs.

Tilgangur með útboðsskyldu er að farið sé sem best með fjármuni ríkissjóðs, sem nú liggur fyrir að Landlæknir hefur ekki gert.

Innherji á visir.is sagði frá.

Skildu eftir skilaboð