Hvað er að gerast í Úkraínu? – Förum aftur til ársins 2014

frettinErlent, Pistlar2 Comments

Halldór Kristinn Haraldsson skrifar:

Til þess að skilja hvað er að gerast í Úkraínu er gott að fara aftur til ársins 2014 og skoða Maidan byltinguna og aðkomu Vesturlanda i valdaráninu sem þá átti sér stað. Flokkum eins og Svoboda (ný nasistar) var komið til valda og hafa síðan þá farið illa með land og þjóð. Þetta fólk hefur bæði lokað fréttamiðlum, handtekið andstæðinga sína í stjórnmálum ásamt því að stunda þjóðarmorð á rússneskumælandi meirihluta Donbass héraða.

Þetta fólk hefur setið í skjóli Vesturlanda þrátt fyrir mannréttindabrot og stríðsglæpi, hægri öfgaflokkar sem nú eru við stjórnvölinn voru fyrir byltinguna bannaðir og á lista Evrópusambandsins yfir hægri öfgaflokka í Evrópu.

Það sem nú á sér stað hófst fyrir átta árum síðan og er þetta vonandi endirinn á íhlutun Vesturlanda i Úkraínu. Vonandi sjáum við frjálsa Úkraínu áður enn langt um líður. Hef enga trú á að Pútín ætli sér að taka yfir landið.

Sendiherra Rússlands á Íslandi gerði þessu ágæt skil á vísir.is i gær. Mæli eindregið með fyrir alla að hlusta á hvað er verið að segja þegar hlutaðeigandi tala. Ekki eingöngu láta mata sig af hlutdrægum fjölmiðlum.

Eins mikið og við viljum trúa því að við séum alltaf í rétti þá er vert að hafa í huga að okkar fjölmiðlar eru eins hlutdrægir og þeir rússnesku. Yfirleitt liggur sannleikurinn einhvers staðar miðja vegu.

2 Comments on “Hvað er að gerast í Úkraínu? – Förum aftur til ársins 2014”

  1. Einhvernvegin finnst mér það vera sami hópur af fólki sem hljóp inn í höllina í 1-2-3 sprauturnar og þá sem flykkjast á Rússa grýlu vagninn… Hjarðhegðunin er svo fyrirsjáanleg.

  2. Ég held að við urfum að fara aftar en 2014, til áranna 1930 til 1952

Skildu eftir skilaboð