Ný gögn frá CDC sýna auknar sjúkrahúsinnlagnir á meðal bólusettra

frettinErlentLeave a Comment

Tíðni Covid tilfella og sjúkrahúsinnlagna jókst meðal fólks sem fékk bóluefni eftir að Omicron veiruafbrigðið kom fram, samkvæmt nýbirtum gögnum frá sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna (CDC).

Samkvæmt gögnunum, sem eru send til CDC af heilbrigðisyfirvöldum um allt land, hækkaði tíðni veikinda hjá fullbólusettu fólki um meira en 1.000 prósent á milli 11. desember 2021 og 8. janúar 2022.

Með fullbólusettum er átt við fólk sem fékk tvo skammta af Moderna eða Pfizer bóluefninu, eða einn skammt af Janssen bóluefninu. CDC telur fólk ekki fullbólusett fyrr en 14 dagar eru liðnir frá síðustu sprautu.

Hlutfall tilfella meðal þeirra sem einnig fengu örvunarskammt jókst líka og hækkaði um 2.400 prósent á sama tímabili.

Þó tilfellum hafi einnig fjölgað meðal óbólusettra, þá fjölgaði sýkingum meðal bólusettra mun hraðar. Fyrir vikið var fólk sem hefur ekki fengið bóluefni aðeins 3,2 sinnum líklegra en áður til að greinast jákvætt með COVID-19 í janúar síðastliðnum.

Fólk sem fékk örvunarskammt var ólíklegra til að þurfa á sjúkrahúsþjónustu að halda, en sjúkrahúsinnlagnir meðal þeirra sem fengu örvun jókst einnig frá desember 2021 til janúar.

Dauðsföllum sem rekja má til COVID-19 fjölgaði á sama tímabili meðal bólusettra, þar með talið meðal þeirra sem fengu örvunarskammtinn.

Heimild

Skildu eftir skilaboð