920 umsóknir um skaðabætur hafa verið lagðar fram af íbúum Bretlands sem skaðast hafa alvarlega eftir að hafa fengið Covid-19 bóluefnið. Bótakröfur gætu numið um 110 milljónum punda eða um 18,5 milljörðum kr.
Bótasjóðurinn Vaccine Damage Payment Scheme (VDPS) gerir fólki sem hefur skaðast alvarlega vegna bólusetninga kleift að sækja um skattfrjálsa eingreiðslu upp á 120.000 pund sem jafngildir um 20 milljónum kr.
Fjölskyldumeðlimir einstaklings sem hefur látist eftir að hafa hlotið örorku eftir bólusetningu eiga einnig rétt á að sækja um þessu föstu fjárhæð.
Til að eiga rétt á eingreiðslunni verða fórnarlömb að hafa hlotið a.m.k. 60 prósent örorku vegna bólusetninga.