BKK sjúkratryggingafélagið: ,,Grafalvarlegt háskamerki vegna aukaverkana bóluefnanna”

frettinErlentLeave a Comment

Sjúkratryggingafélagið BKK hefur metið milljónir gagna vegna vátryggðra. Samkvæmt þeim er fjöldi tilvika sem Paul Ehrlich stofnunin gefur upp vegna afleiðinga bólusetningar vantalinn. 

Stórt þýskt sjúkratryggingafélag hefur skráð tölur um aukaverkanir Covid bóluefna. Niðurstaðan var „Alvarlegt háskamerki.“ Samkvæmt BKK ProVita er fjöldi aukaverkana margfalt meiri en Paul Ehrlich Institute (PEI) tilkynnti opinberlega. Í bréfi til PEI (aðgengilegt í Berliner Zeitung) segir: „Að okkar mati eru aukaverkanir vegna bólusetningar stórlega vangreindar. ,,Stjórn BKK ProVita, Andreas Schöfbeck, skýrði svo frá í  Der Welt: „Samkvæmt okkar útreikningum teljum við raunhæft að áætla að 400.000 manns hafi leitað sér læknisaðstoðar vegna fylgikvilla eftir bólusetningarnar til þessa.“

Sjúkratryggingafélagið lét greina gögn milljóna tryggðra einstaklinga í BKK-hópnum. Út frá þeim gögnum sem metin voru kemst Schöfbeck einnig að þeirri niðurstöðu að „ekki sé hægt að útiloka að efnin geti verið fólki lífshættuleg.“ Schöfbeck hefur nú sent bréf til prófessor Dr. Klaus Cichutek, forseta Paul Ehrlich stofnunarinnar. Bréfið barst einnig til Landssambands lögbundinna sjúkratrygginga, þýska læknafélagsins, landssambands löggiltra sjúkratryggingalækna, fastanefndar fyrir bólusetningar og regnhlífasamtakanna BKK. Berliner Zeitung birtir bréfið með fyrirsögninni „Alvarleg viðvörunarmerki vegna skráðra aukaverkana eftir kórónubólusetningu.“

Bréfið í heild sinni:

„Heiðraði prófessor Dr. Cichutek,

Í fréttatilkynningu greindi Paul Ehrlich stofnunin frá því að 244.576  tilvik um ætlaðar aukaverkanir eftir kórónubólusetningu hafi verið tilkynntar almanaksárið 2021. Fyrirtæki okkar hefur aðgang að gögnum sem gefa tilefni til að álykta að fjöldi grunaðra tilfella um aukaverkanir eftir kórónu- bólusetningarnar sé stórlega vanmetinn. Ég læt matið fylgja með bréfi mínu.

Gagnagrunnurinn fyrir mat okkar er byggður á innheimtugögnum lækna. Slembiúrtak okkar er tekið úr ónafngreinanlegum gagnagrunni sjúkratryggingafélaga fyrirtækja. Í úrtakinu eru 10.937.716 tryggðir. Hingað til höfum við innheimtuupplýsingar lækna fyrir fyrri hluta ársins 2021 og um helming af þriðja ársfjórðungi 2021. Fyrirspurn okkar inniheldur gilda ICD kóða fyrir aukaverkanir bólusetningar. Eftirgrennslan okkar hefur sýnt, þrátt fyrir að við höfum ekki enn fullkomnar upplýsingar fyrir árið 2021, að miðað við fyrirliggjandi tölur getum við nú þegar gert ráð fyrir 216.695 meðhöndluðum tilfellum af aukaverkunum vegna kórónubólusetningar á þessu ákveðna tímabili.

Gæði bóluefnisins: Efnafræðingar spyrja Paul Ehrlich-stofnunarinnar spurninga

Ef þessar tölur eru framreiknaðar á árið í heild og út frá fólksfjölda í Þýskalandi er líklegt að 2,5 - 3 milljónir manns í Þýskalandi hafi fengið læknismeðferð vegna aukaverkana eftir kórónubólusetningu. Að okkar mati er þetta vísbending um grafalvarlegt háskamerki sem þarf að taka með í reikninginn ef á að nota bóluefnin áfram. Að okkar mati er auðveldlega og einnig með stuttum fyrirvara hægt að sannreyna tölurnar  með því að óska eftir að aðrir aðilar sem standa að  tryggingum: (AOK (stærsta sjúkratryggingafélag Þýskalands), bótdeild sjúkratrygginga o.s.frv.) leggi samsvarandi mat á þau gögn sem liggja fyrir. Framreiknað á fjölda bólusettra í Þýskalandi þýðir þetta að um 4-5 prósent bólusettra hafi fengið læknismeðferð vegna aukaverkana bólusetningar.

Að okkar mati eru aukaverkanir vegna bólusetningarinnar verulega vantaldar. Mikilvægt er að greina orsakir þessa sem fyrst. Það fyrsta sem kemur til álita er að þar sem ekkert endurgjald er greitt fyrir að tilkynna aukaverkanir af bólusetningum er oft ekki tilkynnt um þær til Paul Ehrlich stofnunarinnar vegna þess að því fylgir nokkur fyrirhöfn. Læknar hafa tilkynnt okkur að það taki um það bil hálftíma að tilkynna grun um bóluefnaskaða. Þetta þýðir að læknar þurfa að leggja fram 1.5 milljón vinnustundir til að tilkynna 3 milljónir grunaðra tilvika um aukaverkanir vegna bólusetningar. Það væri næstum því árlegt vinnuframlag 1.000 lækna. Þetta er ekki langsótt og þarf skýringa við hið snarasta.

Því er afrit af þessu bréfi einnig sent þýska læknafélaginu og Landssambandi löggiltra sjúkratryggingalækna. Landssambandi lögbundinna sjúkrasjóða mun einnig berast afrit af bréfi þessu með beiðni um að fá viðeigandi gagnagreiningar frá öllum sjúkratryggingum. Þar sem ekki er hægt að útiloka að fólki sé lífshætta búin, biðjum við þig að bregðast við aðgerðum sem gripið hefur verið til fyrir 22. febrúar 2022, kl. 18.

Kærar kveðjur
Stjórn Andreas Schöfbeck

Heimild

 

 

Skildu eftir skilaboð