Aðalöryggisráðgjafi Vladimir Pútín Rússlandsforseta sagði á síðasta ári að Moskva hafi „góða ástæðu til að ætla“ að Bandaríkin séu að þróa efnavopn meðfram landamærum Rússlands og Kína.
Nikolai Patrushev, sem er ritari öryggisráðs Rússlands, lét þessi ummæli falla í viðtali við dagblaðið Kommersant, þar sem blaðamaðurinn Elena Chernenko spurði hann um fullyrðingar þess efnis að Kína hefði „vísvitandi valdið“ kórónuveirufaraldrinum.
Patrushev kom Peking til varnar og svaraði: „Ég legg til að þú skoðir hvernig rannsóknarstofum undir stjórn Bandaríkjanna fjölgar stöðugt í heiminum og fyrir undarlega tilviljun, aðallega við landamæri Rússlands og Kína.
Rússland deilir landamærum með 16 löndum og Kína með 14 löndum, auk Hong Kong. Patrushev nefndi engin sérstök lönd, en sagði: „Bandaríkjamenn hjálpa vísindamönnum í viðkomandi löndum við að þróa nýjar leiðir til að berjast gegn hættulegum sjúkdómum.“
Hann sagði einnig að yfirvöld í þessum umdæmum hefðu í raun enga hugmynd um hvað væri að gerast innan veggja þessara rannsóknarstofa,“ en bætti við að það hefði borið á sjúkdómum á nálægum svæðum sem væru ekki einkennandi fyrir þau svæði,“ þó hann hafi ekki tilgreint neinn ákveðinn sjúkdóm.
One Comment on “Aðalöryggisráðgjafi Pútín sagði Bandaríkin framleiða efnavopn nálægt Rússlandi”
Af hverju er orðið svona ervitt að komast inn á Vísir?