Foreldrar sem misstu tveggja ára son sinn fyrir 11 árum vegna öndunarfærasýkingar eftir inflúensu segir að það sem Guð hafi gert fyrir líf þeirra í gegnum soninn, væri ekkert minna en kraftaverk.
Fyrrum trúleysinginn og faðrinn Darin Hamm, segir frá því hvernig innsýn í himnaríki hafi umbreytt sér og leitt sig í andlegt ferðalag á meðan ungur sonur hans Griffin lá á dánarbeðinu og hafi þá átt nokkrar klukkustundir eftir áður en öndunarvélin var tekin úr sambandi.
Blessað barn
Griffin var yndislegur lítill drengur með fallega, ljósa hárlokka. Darin og eiginkona hans, Jennifer, segja að ungur sonur þeirra hafi verið glaður, hamingjusamur og forvitinn drengur sem naut þess að leika sér eins og önnur börn. „Það tók sjö ár að eignast hann,“ sögðu foreldrar hans við The Epoch Times, „og hann var gjöf frá Guði.“
Stóðu frammi fyrir erfiðleikum í hjónabandi og trú
Þó að uppeldi Griffin og eldri sonar þeirra, Dylan, hafi gengið snurðulaust fyrir sig sagði faðirinn að þau hjónin hafi gengið í gegnum mjög erfiða tíma í hjónabandinu.
Jennifer lýsti því að á þessum tíma hafi eiginmaður hennar glímt við mikla reiði og gremju í garð annarra. Það var ekki óalgengt að hann lenti í útistöðum við fólk sem kom honum í uppnám úti í búð eða annars staðar. Hann var oft óútreiknanlegur og henni hafði verið ráðlagt að sækja um skilnað. Hún streittist hins vegar á móti og fann von í gegnum trúna.
Á hinn bóginn heldur Darin því fram að hann hafi verið stoltur trúleysingi sem „hataði kristna,“ fannst þeir skrítnir og þeir sem hann þekkti væru spilltir. Hann sagðist oft hafa kynnst fólki sem sagðist trúa á Guð en lifði ekki góðu lífi.
Sem eigandi stórs fyrirtækis í Pennsylvaníu, á svæði þar sem margir eru trúaðir, varð hann oft fyrir vonbrigðum með hegðun annarra og reiddist vegna þess.
Þegar Jennifer var að heimsækja kirkjur og leita að stað til að skíra unga soninn, sagði Darin að hún væri að elta „hina ósýnilega mann“ og vísaði til Guðs sem hann trúði ekki að væri til.
Upplifun himnaríkis og innsýn í eilífðina
En dag einn á köldum janúardegi árið 2011, tók lífið óvænta stefnu hjá Darin. Sonur hans Griffin veiktist og var veikur í marga daga af sjúkdómi sem lagðist á öndunarfærin. Darin varð þá fyrir upplifun sem breytti lífi hans til frambúðar.
Fjölskyldan hafði verið á spítalanum í fjóra daga og var henni sagt að Griffin væri heiladauður og innan sólarhrings yrði hann tekinn úr öndunarvélinni.
„Ég sagði læknunum að ég vildi vita nákvæman tíma,“ sagði Darin. „Klukkan var 16:30 þegar við áttum þetta samtal, og sögðu læknarnir að næsta dag á sama tíma yrði slökkt á vélinni."
Báðir foreldrarnir fengu leyfi til að leggjast hjá barninu. Darin fylgdist með Jennifer þegar hún lagðist hjá syni sínum vitandi að hún ætti stutt eftir með honum.
Klukkan 11 sagði hún við eiginmann sinn: „Mér líður hræðilega, ég næ ekki að kveðja." Hún stóð síðan upp og Darin lagðist hennar í stað.
En fyrir Darin, voru þessar síðustu klukkustundirnar með Griffin allt öðruvísi. Þegar hann lagðist niður í um 30 mínútur varð allt í kringum hann smátt og smátt dimmara, útskýrði hann. „Ég gat alls ekki hughreyst hann. Það reyndist mér um megn.“ Þetta var í fyrsta skipti á ævinni sem eitthvað reyndist mér of erfitt. Ég sat í stól og horfði á strákinn og sagði upphátt: „Ég er ekki nógu mikill maður. Ég get ekki hughreyst minn eigin son, þegar einungis 14 klukkustundir eru eftir.“
Hann vildi þó ekki gefast upp, reyndi að safna kjarki og lagðist aftur hjá Griffin. Loks, í þriðju tilraun snerti Darin hár drengsins og tók í hönd hans með nokkurs konar handabandi. Hann minnist þess að hafa sagt við soninn: „Ég hef ekki einu sinni kennt þér hvernig á að takast í hendur, Griffin.“
Það sem átt sér stað næst var nokkuð sem breytti lífi Darin að eilífu:
„Það sem gerðist á þessu augnabliki, var að ég var FARINN. Eins og … lyft út úr líkama mínum … farinn. Ég var á ferðalagi með syninum. Hann var á undan mér og horfði aftur fyrir sig og á mig. Hann var með hægri höndina fyrir aftan sig en leiddi mig með þeirri vinstri. Við vorum á ferðalagi. Tíminn leið hratt. Ég sá bláan lit og það voru mikil samskipti. Ég fékk mikið af upplýsingum frá, að því er virtist, himnaríki.
Það fyrsta sem ég sagði við Griffin var: „Ég trúi ekki að þetta sé að gerast,“ og hann horfði á mig og brosið hans var svo stórt og hann var svo lifandi. En þegar hann leit í burtu frá mér, þá varð ég mjög veikur, eins og ég var þegar mér fannst ég ekki vera nógu sterkur til að hughreysta hann. Svo leit hann aftur á mig og þá hvarf þessi tilfinning. Þetta var bara svo mikil … ást sem ég fann fyrir og svo leit sonurinn aftur undan. Í þriðja skiptið sem hann leit undan var mér svo illt og óglatt vegna eigin tilfinningar um að vera ekki nógu sterkur og ég hugsaði með mér: „Þú verður að herða þig. Þetta er einstakt augnablik sem þú færð með syni þínum. Hann er á lífi. Í þetta sinn horfði Griffin á mig hlæjandi. Hann viss nákvæmlega hvað ég var að hugsa. Hann hló og sagði: „Pabbi, þú ert ekki veikur!.“ Ég vissi alveg hvað hann meinti á því augnabliki, andlega og tilfinningalega. Ég var EKKI veikur!
Og svo ... upplifði ég kærleika Guðs. Hann var alls staðar. Hann var blái liturinn sem ég sá og umlukti mig algjörlega. Ég gat séð það sem ég hafði gert í lífi mínu, það sem ég hélt að væru góðar ákvarðanir en voru það ekki. Ég gat séð viðskiptaákvarðanir sem ég hafði tekið sem voru rangar, því þær höfðu verið teknar út frá eigingjörnu sjónarmiði. Ég átti að vera verndari bræðra minna. Ég sinnti fólki ekki eins og ég hefði átt að gera. Mér fannst Guð segja að hann hefði sent fólk inn í líf mitt til að hugsa um það, en ég hafði ekki gert það. Ég gat séð þetta eins og í kvikmynd og Guð sýndi mér þetta á mjög friðsælan og kærleiksríkan hátt, án allrar gagnrýni. Það var erfitt en á sama tíma svo ástríkt. Allt var svo rökrétt.
Ég gat séð eilífðina mjög nákvæmlega. Hún var tímalaus. Þarna var mér alveg ljóst að Griffin gerði meira á sínum tveimur árum en flestar manneskjur gera á hundrað árum. Líf hans var sannarlega dýrmætt og fullkomið.
Við komumst þangað sem virtist vera leiðarendi og það virtist sem Griffin væri að reyna að kynna mig fyrir einhverjum. Athygli hans fór annað og svo leit hann aftur á mig. Síðan spurði hann mig: „Pabbi, má ég vera lengur?“ Þetta var já eða nei spurning. Ég vissi að ég gæti sagt nei og að hann yrði á lífi þegar ég kæmi til baka. Það var kristaltært. En veistu hvað ég sagði? Ég sagði:„Þú mátt vera lengur.“ Ég sagði: „vá sonur, auðvitað máttu vera lengur!“"
Darin man greinilega eftir því að um leið og hann sagði „vá,“ þá var hann aftur kominn í rúmið á spítalanum. Hann hristi hönd sonar síns og á því augnabliki sá hann að öllu væri í raun lokið.
„Þessi ást, sem ég fann þarna á himnum … var sú mesta sem ég hafði nokkru sinni upplifað, og sú ást sem ég hafði upplifað áður var aðeins brotabrot af þeirri ást sem Guð gat gefið mér, svo sterk var tilfinningin,“ sagði Darin um þessa djúpstæða reynslu sína.
Lífinu umbreytt með því að átta sig á kærleika Guðs
Þegar læknarnir komu inn til að slökkva á öndunarvélinni, upplifði Darin frið sem var ofar öllum skilningi.“ Jennifer minnist þess að á þeim tíma vissi hún að eitthvað væri öðruvísi, því Darin var að hughreysta alla aðra, nokkuð sem hann hafði aldrei gert áður.
„Ég áttaði mig á því að sýn mín á lífið hafði breyst og ég gat ekki stjórnað því sem var að gerast vegna þess raunveruleika sem mér var sýndur í himnaríki,“ sagði Darin.
„Ellefu árum síðar er þessi upplifun raunveruleikinn sem umbreytti mér. Ég vissi ekki hvort það sem ég upplifði myndi einhvern veginn hverfa eða hvort vitneskjan og minningin um það sem ég sá myndi dofna,“ segir Darin.
Hið andlega ferðalag Darin er kannski öðruvísi en hjá flestum öðrum og hófst mjög skyndilega. Hins vegar telur hann að það sé sterkara nú en nokkru sinni fyrr.
Jennifer minnist þess að vikurnar eftir að Griffin lést hafi eiginmaður hennar haldið áfram að endurtaka þessa setningu: „Lífið snýst um ást og samband við Guð."
Tilgangur lífsins endurskilgreindur
Í gegnum árin er það ekki aðeins líf Darin sem hefur breyst; hann hefur líka gert það að tilgangi sínum að deila kærleika Guðs með öðrum.
Hann vill að fólk viti að „himnaríki“ er raunverulegt og að kærleikur Guðs til okkar er ótvíræður. Hann trúir því að lífið sé stutt og tilgangur okkar sé að elska og þjóna Guði og hvert öðru.
Til að hjálpa öðrum stofnaði Darin ráðgjafaþjónustu til að hjálpa fólki sem er á barmi sjálfsvígs.
Darin vissi að það var eins og Guð hefði gefið honum hæfileikann til að deila með þeim voninni. Hann trúir því eindregið að fólk sem er í tilvistarkreppu verði einhvern veginn á vegi hans, til að hann geti hjálpað því að kynnast kærleika Guðs.
Á þessum tíma hélt Jennifer áfram að sækja sér aðstoð. Hún man eftir að hafa upplifað sorgina aftur og aftur. En einn daginn sagði ráðgjafi hennar að ekkert sem hann segði við hana myndi minnka sársaukann, en hann spurði hana mikilvægrar spurningar:
„Hann spurði mig hvort ég ætti einhverjar blessanir í lífi mínu og síðan ráðlagði hann mér að byrja að þakka Guði fyrir þær blessanir áður en ég myndi missa þær. Áður en ég fór með bænirnar rifjaði ég upp áhyggjur og kvartanir, til að þakka Guði fyrir hverja einustu blessun í lífi mínu og það endurnærði huga minn algjörlega.
„Ég veit ekki hvar við værum ef þetta hefði ekki gerst.“
Tveimur árum eftir að Griffin fór til himnaríkis eignuðust Jennifer og Darin dóttur, sem heitir Alaina. Jennifer sagði upp starfi sínu og ákvað að vera heimavinnandi til að njóta hverrar stundar með barninu.
„Guð þurfti ekki að gera þetta, en hann hefur verið svo náðugur. Hann hefur hjálpað mér og gefið mér gleði eftir allan þennan sársauka,“ sagði Jennifer. „Guð hefur verið svo góður og verið miðpunktur í sorg okkar, sem við verðum að eilífu þakklát fyrir.“