Austurríki frestar skyldubólusetningum – eftirlit átti að hefjast um miðjan mánuð

frettinErlentLeave a Comment

Austurríska ríkisstjórnin tilkynnti í dag að hún myndi ekki byrja að framfylgja lögum um bólusetningaskyldu um miðjan mars eins og tilkynnt hafði verið.

Skyldubólusetning fyrir fólk 18 ára og eldri varð að lögum í byrjun febrúar, tveimur og hálfum mánuði eftir að áætlunin var fyrst tilkynnt þegar ríkisstjórnin sökum fjölgun smita ákvað að setja á útgöngubann.

Áætlað var að lögreglan myndi um miðjan þennan mánuð byrja að kanna bólusetningastöðu fólks á götum úti. Borgarar sem ekki gátu framvísað staðfestingu á bólusetningu myndu fyrst fá bréf með beiðni um að fara í bólusetningu ellegar yrði það sektað um allt að 600 evrur. Sektir gætu numið 3.600 evrum ef fólk hlýddi ekki lögunum.

Heimild 

Skildu eftir skilaboð