Boðað til fundar í Öryggisráði SÞ – gögn um lífefnavopn Bandaríkjanna í Úkraínu lögð fram

frettinErlentLeave a Comment

Í síðustu viku tilkynntu leyniþjónustusérfræðingar í Bandaríkjunum að samkvæmt upplýsingum sem komist hefði verið yfir væru Rússar búnir að virkja efna- og sýklavopnaeiningar hersins og flutt þær inn í Úkraínu.

Þessir sérfræðingar virtust ekkert vita hvað varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafði verið að gera í Úkraínu þegar kom að fjármögnun og rekstri lífefnavopnarannsóknastofa í Úkraínu. Vegna þessa komust þessir sérfræðingar að þeirri niðurstöðu að Rússar væru að undirbúa notkun efna- og/eða sýklavopna. Skiljanleg ályktun, en röng.

Rússnesku sveitirnar voru sendar til að taka yfir lífefnavopnarannsóknarstofurnar í Úkraínu. Við það verk hafa þær komist yfir fjársjóð af skjölum sem eiga að sýna að Bandaríkin hafa brotið gegn alþjóðlegum sáttmála um sýkla- og efnavopn.

Á fundi Öryggisráðsins í dag, sem boðaður er kl. 10:00 (15:00 að íslenskum tíma) ætla Rússar að leggja fram gögn um þátttöku Bandaríkjanna í sýkla- og efnavopnarannsóknum í Úkraínu undanfarin ár.

Hægt verður að fylgjast með fundi Öryggisráðsins númer 8991 hérna.

Hér má heyra háttsettan starfsmann utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna, Victoriu Nuland, svara spurningu þingmannsins Marco Rubio, um það hvort Úkraína búi yfir lífefna-eða efnavopnum. Hún svarar því að Úkraína búi yfir lífefnarannsóknarstofum og segist hafa miklar áhyggjur af því að Rússar nái valdi á þeim.

Heimild

Skildu eftir skilaboð