Bretland: Hvað er á bak við 5000 umframdauðsföll síðustu vikur?

frettinErlentLeave a Comment

Samkvæmt nýjum gögnum frá Hagstofu Bretlands (ONS) sem komu út í dag bætast við 730 umframdauðsföll sem ekki eru af völdum Covid í Englandi og Wales, á síðustu fimm vikum. Þar með hækkar tala umframdauðsfalla í 4,964. Þetta þýðir að næstum 5,000 fleiri en venjulega hafa látist í Englandi og Wales á síðustu fimm vikum af öðrum orsökum en COVID-19.

Heildardauðsföll í síðustu viku voru 10,1% yfir fimm ára meðaltali, eins og myndin hér neðar sýnir. Blái liturinn sýnir að Covid dauðsföll eru minna en helmingur umfram dauðsfalla í þessari viku, en athugið að grafið oftelur Covid dauðsföll þar sem það inniheldur öll dauðsföll þar sem fólk lést með Covid. Talan 4.964 fyrir umfram dauðsföll önnur en Covid andlát er reiknuð út með því að nota dauðsföll af völdum Covid, þ.e.a.s. þar sem Covid er skráð sem undirliggjandi orsök á dánarvottorði.

Einkaheimili, hjúkrunarheimili og sjúkrahús eru öll með óhóflega mörg dauðsföll um þessar mundir eða: 23,4%, 6,5% og 5,3%.

Í skýrslu ONS er ekki sagt hvað gæti legið að baki þessari þróun. Sú staðreynd að þróunin helst í hendur við bólusetningarherferð vorsins meðal eldra fólks hefur valdið áhyggjum margra, sérstaklega í ljósi gagna Hagstofunnar sem sýna að tíðni sjúkrahúsvistar af öðrum ástæðum en Covid eru margfalt hærri hjá bólusettum en óbólusettum.

Þeir hjá Daily Sceptic, segja að þetta þurfi að rannsaka almennilega.

Fréttin sagði frá því í gær að útköll sjúkrabíla í Bretlandi þar sem tafarlausrar aðstoðar var krafist vegna hjartakvilla hefur næstum tvöfaldast, þar á meðal hjá fólki undir þrítugu.

Þá eru læknar á Bretlandi nú að skoða hvers vegna fjöldi ungs fólks er að deyja skyndilega og óvænt.

Skildu eftir skilaboð