Unnusta rokktónlistarmanns Lord Zion mun verða sú fyrsta á Bretlandi til að hljóta bótagreiðslur upp á 120.000 pundd eftir að hinn 48 ára gamli Zion lést af völdum blóðtappa eftir AstraZeneca bóluefnið.
Söngvarinn, þekktur sem Lord Zion, fékk gríðarlega sársaukafullan höfuðverk 13. maí á síðasta ári - átta dögum eftir að hafa fengið fyrsta skammtinn af bóluefninu. Hann lést síðan á sjúkrahúsi í Newcastle, 19. maí.
Unnusta hans, Vikki Spit, 39 ára, sem hafði aðeins verið eina nótt frá unnusta sínaum í 21 árs sambandi, sagði að líf hennar væri „í milljón molum.“
Og nú mun hún fá greidd 120.000 pund (rúmar 19 milljónir kr.) í skaðabætur vegna Covid bóluefnisins. Dánarvottorð Zion tilgreinir óafturkræfan heilaskaða af völdum blæðinga fyrir dauða hans, sem hafði orsakast af „fylgikvillum Covid-19 bóluefnis“.
Spit sótti um skaðabætur í byrjun júní á síðasta ári og var sagt í síðustu viku að hún myndi fá greiðslurnar.
Hún sagði við GB News: „Þetta er fyrsta skrefið í baráttunni. Þetta snýst ekki um peninga þar sem ekkert getur endurheimt fólkið sem við höfum misst. Þetta snýst um viðurkenningu.
„Mér finnst ógeðslegt að ekkjur og skaddað fólk þurfi að berjast í heilt ár til að fá þessar bætur, við erum ekki búin ennþá.“
Bótagreiðslur fyrir bóluefnaskaða geta tekið allt að sex mánuði, en fólk er varað við því að umsóknir tengdar Covid bóluefninu geti tekið mun lengri tíma.
Þrátt fyrir að hafa fengið greiðsluna sagði Spit að þetta væri ekki ásættanleg upphæð - hún hafi þurft að taka lán þegar Zion lést þar sem tekjur heimilisins lækkuðu verulega.
Meira en 1.300 manns hafa sótt um skaðabætur vegna áverka og missis ættingja, en engar eingreiðslur hafa verið greiddar út enn sem komið er og greint er frá því að yfir 400.000 manns hafi tilkynnt aukaverkanir af Covid bóluefni til yfirvalda í Bretlandi.
Fréttin sagði nýlega frá því að kanadíska ríkið hafi greitt út sínar fyrstu bætur til manns sem greindist með Guillain-Barré taugasjúkdóminn eftir sprauturnar.
Tælenska ríkið var aftur á móti fyrr á ferðinni með sínar greiðslur og hafði í maí sl. greitt út 6 milljarða kr. í bætur vegna bóluefnaskaða.
Samkvæmt svari frá Sjúkratryggingum Íslands 12. maí sl. hafði íslenska ríkinu borist 36 umsóknir um skaðabætur vegna Covid bóluefna, búið var að samþykkja bótaskyldu í þremur málum en engar greiðslur höfðu farið fram.
One Comment on “Fyrstu bætur vegna Covid bóluefnaskaða greiddar á Bretlandi – unnusta látins tónlistarmanns fær 120 þúsund pund”
Noregur hefur einnig greitt út bætur vegna bóluefnaskaða frá Covid tilraunabóluefnunum.