Skotárás var gerð á Shinzo Abe, fyrrum forsætisráðherra Japans í borginni Nara, um hádegisbil að japönskum tíma. Árásarmaðurinn hefur verið handtekinn.
Skotið var tvisvar á forsætisráðherrann fyrrverandi þegar hann var að ávarpa gesti á kosningafundi og er hann talinn í lífshættu. Fyrst var talið að Abe hefði látist.
„Ég bið fyrir því að fyrrverandi forsætisráðherrann lifi af. Þetta er villimannslegt athæfi á meðan á kosningabaráttu stendur, sem er undirstaða lýðræðisins og árásin er algjörlega ófyrirgefanleg. Ég fordæmi þennan verknaði harðlega,“ sagði Fumio Kishida, forsætisráðherra landsins.