Samkvæmt nýútgefnum gögnum eru mjög fá bandarísk ungabörn og smábörn sem hafa fengið COVID-19 tilraunabóluefnið.
Aðeins 1,3% gjaldgengra barna barna á aldrinum 6 mánaða til 5 ára hafa farið bólusetningu. Þrjár vikur eru síðan að bandaríska lyfja-og matvælaeftirlitið (FDA) gaf út neyðarleyfi á bóluefnið fyrir þennan yngsta hóp og gerði það aðgengilegt og mælti með því að nánast öll börn í þessum aldurshópi fengju sprauturnar.
Í mörgum ríkjum Bandaríkjanna er bólusetningarhlutfallið fyrir þenna hóp undir einu prósenti.
Bandaríska blaðið Wall Street Journal birti nýlega grein og gagnrýndi útgáfu neyðarleyfis FDA á bóluefnum fyrir börnin og spurði hvert neyðarástandið væri hjá börnunum og gaf til kynna að eina neyðarástandið sem ríkti væri pólitískt.
Blaðið sagði meðal annars:
„Pfizer hélt því fram að bóluefnið væri 80% áhrifaríkt, en það er villandi. Fyrir það fyrsta braut Pfizer fjölmargar reglur um klínískar rannsóknir. Upphaflega fyrirkomulagið fól aðeins í sér tvo skammta, en það náði ekki að mynda mótefnamagnið sem krafist er fyrir FDA samþykki. Pfizer bætti því við þriðja skammtinum, sem FDA heimilaði vissulega. Venjulega mun stofnunin ekki leyfa lyfjaframleiðendum að leiðrétta formúluna þegar rannsókn er lokið.“
„Það sem veldur enn meiri áhyggjum er að bólusettu smábörnin í rannsókn Pfizer voru líklegri til að veikjast alvarlega af Covid en þau sem fengu lyfleysu. Pfizer hélt því fram að alvarlegustu tilfellin væru ekki „klínískt mikilvæg,“ hvað sem það þýðir, en þetta var þeim mun meiri ástæða fyrir FDA að vera með lengri eftirfylgni áður en bóluefnið var heimilað.“