Næstum helmingur þátttakenda í nýlegri rannsókn sem voru með reglulegar tíðir þegar rannsóknin var gerð, sögðust hafa fengið meiri blæðingar eftir að hafa fengið Covid-19 bóluefnið. 14% sögðust hafa fengið minni blæðingar eftir bólusetningu.
Aðrir þátttakendur sem voru ekki venjulega með tíðarblæðingar, þar á meðal transkarlar, fólk langverkandi getnaðarvarnarlyfjum og konur sem hættar voru á blæðingum, fengu einnig óvenjulegar blæðingar.
Nýja rannsóknin, sem er sú stærsta sinnar tegundar hingað til, er viðbót við aðrar rannsóknir sem hafa sýnt þessi áhrif Covid bóluefnanna á tíðarhringinn, en höfðu hingað til aðallega einblínt á konur sem ekki hafa skipt um kyn og voru með reglulegar tíðir.
„Þótt bóluefnin hafi að mestu komið í veg fyrir dauðsföll og alvarlega sjúkdóma með fáum tilkynntum aukaverkunum var kvörtunum kvenna og transkvenna vegna óreglulegra blæðinga eftir bólusetningar í upphafi ýtt til hliðar,“ segja höfundar rannsóknarinnar.
Til að ná betur utan um þessar aukaverkanir bóluefnisins, gerðu rannsakendur við háskólann í Illinois (Urbana-Champaign) og læknadeild Washington háskólans í St. Louis netkönnun í apríl 2021 meðal þúsunda einstaklinga um allan heim. Eftir þrjá mánuði söfnuðu og greindu rannsakendurnir meira en 39.000 svör frá konum á aldrinum 18 til 80 ára varðandi tíðarhringinn.
Allir svarendur höfðu verið að fullu bólusettir með Pfizer-BioNTech, Moderna, Janssen bóluefninu eða öðru Covid bóluefni sem hafði fengið leyfi utan Bandaríkjanna. Og samkvæmt bestu vitneskju þátttakendanna höfðu þeir ekki fengið Covid-19 áður en þeir fóru í bólusetningu.
Rannsóknin, sem birt var á föstudag í tímaritinu Science Advances, sýnir að 42 prósent þeirra sem voru með reglulegan tíðahring fengu meiri blæðingar eftir bólusetninguna, 44 prósent sögðust enga breytingu hafa fundið og 14 prósent sögðu að blæðingarnar hafi orðið minni eftir bólusetninguna.
Auk þess voru 39 prósent af svarendum sem voru á kynbreytandi hormónameðferð, 71 prósent sem voru á langverkandi getnaðarvörnum og 66 prósent sem hættar voru á blæðingum, sem fengu blæðingar eftir eina eða tvær Covid sprautur.
„Ég held að það sé mikilvægt að fólk viti að þetta geti gerst, svo það verði ekki hrætt eða áhyggjufullt,“ sagði Dr. Katharine Lee, sem menntuð er í líffræðilegri mannfræði og starfar við læknadeild Washington háskólans í St. Louis. Dr. Lee er jafnframt aðalhöfundur rannsóknarinnar.
Í takt við smærri og sambærilegar rannsóknir
Dr. Lee varaði hins vegar við því að rannsóknin hafi ekki verið með samanburðarhóp sem ekki hafði fengið bólusetningu. Og það er hugsanlegt að konur sem upplifðu breytingar á tíðahring eftir bólusetning gæti hafa verið líklegri til að taka þátt í könnuninni.
Samt sem áður eru niðurstöðurnar í samræmi við smærri rannsóknir sem hafa greint frá tíðabreytingum eftir bólusetningu.
Mikilvægt er að nýja rannsóknin hafi einnig leit í ljós að sumir þjóðfélagshópar gæti verið líklegri til að fá tíðarbreytingar og rannsóknin gæti hjálpað þeim til að vera betur undirbúin, sagði Dr. Lee.
Meiri tíðablæðingar voru t.d. líklegri hjá þeim sem voru eldri. Þátttakendur könnunarinnar sem notuðu hormónagetnaðarvörn, höfðu áður gengið með barn eða verið það með æxlunarsjúkdóm eins og legslímuflakk, vefjagigt eða fjölblöðrueggjastokkaheilkenni voru einnig líklegri til að fá meiri blæðingar. Þátttakendur sem vor frá Rómönsku Ameríku höfðu einnig tilhneigingu til að fá meiri blæðingar. Og fólk sem fékk aðrar aukaverkanir eftir bólusetninguna, eins og hita eða þreytu, voru líka líklegri til á að fá óreglulegar blæðingar.
New York Times var með fréttina.