Samtökin Judicial Watch (JW) upplýstu í gær að þau hefðu fengið afhentar 112 blaðsíður frá Matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna (FDA) sem staðfesta að æðstu embættismenn séu beittir þrýstingi af fyrirtækjum og fulltrúum stjórnvalda.
Gögnin sýna það skýrt að Joe Biden og ríkisstjórn hans sem og lyfjarisarnir þrýstu á æðstu stjórnendur FDA að leyfa C-19 örvunarskammta og settu þeim tímamörk til 20. september 2021 til að gefa út leyfið.
JW hafið fyrst þann 3. september 2021 óskað gagnanna en eftir að beiðninni var ekki svarað hófust málaferli og vegna þeirra fengust gögnin loks afhent.
JW hafði óskað eftir gögnum er vörðuðu samskipti fyrrverandi forstöðumanns skrifstofu FDA er sá um bóluefnisrannsóknir og yfirferð þeirra (OVRR), Dr. Marion Gruber og staðgengils hennar, Dr. Philip Krause.
Bæði Gruber og Krause sögðu af sér vegna þrýstings frá stjórn Biden Bandaríkjaforseta til að fá samþykki FDA fyrir því að heimilt yrði að gefa örvunarskammta af COVID-19 bóluefninu.
Gruber og Krause sögðu af sér störfum þann 13. september 2021 ásamt fleiri læknum sem voru sammála um það að „tiltæk gögn bentu ekki enn til þess að þörf væri á COVID-19 örvunarskömmtum fyrir almenning ...“
Þetta eru ekki einu dæmin um að sérfræðingar hætti hjá helstu heilbrigðisstofnunum Bandaríkjanna vegna „slæmra vísinda“ sem þar eru stunduð eins og Fréttin fjallaði um fyrir skömmu og lesa má um hér.
Lyfjarisarnir beita þrýstingi og nýta almannatengla (PR)
Í gögnunum má finna tölvupóst dagsettan 25. ágúst 2021 frá Marion Gruber til yfirmanns síns, Peter Marks, forstjóra Center for Biologics Evaluation and Research (CBER) og þar segir:
„Undanfarna daga hefur Janssen dælt yfir okkur tölvupóstum varðandi annsóknir þeirra á örvunarskömmtum.“
Ég hef líka miklar áhyggjur af því að fyrirtæki eins og Pfizer og Janssen (Johnson & Johnson) séu að reyna að setja þrýsting á OVRR með PR almannatengslum. Við þurfum að fá tíma til að meta gögnin þeirra og gætum verið undir þrýstingi frá þessum fyrirtækjum og ríkisstjórninni, sem reynir að setja okkur tímamörk sem ekkert vit er í, t.d. 20. september.... Svo virðist sem að minnsta kosti gögn Pfizer verði ekki í samræmi við þessa nálgun og [prófunartölurnar] sem þeir setja fram eru mjög ófullnægjandi. Vitanlega verðum við að fara yfir gögnin en við höfum forskoðað þau og höfum alvarlegar áhyggjur.
„Að lokum, og þetta er mín persónulega skoðun, gögn sem við höfum séð hingað til frá ýmsum fyrirtækjum (Pfizer, Janssen, Moderna) benda til þess að ekki sé þörf á örvunarskömmtum.“
Æðstu stjórnendur FDA ákváðu í andstöðu við sérfræðinga sína
Í tölvupósti frá 27. ágúst 2021, svarar Gruber tölvupósti frá Maureen Hess, samskiptasérfræðingi við CBER ( Center for Biologics Evaluation and Research):
„Jæja, skilaboðin virðast vera „algert samþykki á þörfinni fyrir örvun“ þetta er ekki eins og ég sé að skrifa ákvörðun stjórnarinnar. Ég er að reyna að taka hlutlausari nálgun. Þetta hljómar eins og við höfum þegar ákveðið að samþykkja þessa viðbót.“
Hess svarar: „Allt í lagi, ég mun gera nokkrar breytingar til viðbótar en JW [líklega starfandi framkvæmdastjóri FDA Janet Woodcock] var með í þessari yfirlýsingu svo breytingum okkar gæti verið hafnað af þeim sem eru ofar.“
Eftir að hafa sent fleiri tölvupósta um breytingar sem Hess gerði svarar Gruber: „Frá mínu sjónarhorni er þetta eins gott og það getur orðið. Augljóslega erum við bundin af þessum yfirlýsingum okkar en skaðinn er þegar skeður.“
Átti að leyfa örvunarskammtana fyrir 20. september - óháð gögnum
Tölvupóstsamskipti 20. ágúst 2021. Dr. Doran Fink, staðgengils forstöðumanns deildar FDA um bóluefni og tengdar vörur, spurningar varðandi ný gögn sem Moderna sendi til FDA um COVID bóluefni sitt. Fink sagði við Dr. Gruber, Krause og aðra samstarfsmenn:
„Ég varð að bíta í tunguna á mér þegar Peter, (líklega Dr. Peter Marks, forstjóri CBER) sagði í morgun að við myndum ekki gera flýtirannsóknir lengur né spyrja frekar um örvunarskammtana sem stjórnin lofað öllum fyrir 20. september!“
„Og svo er það spurningin um gögnin sem munu styðja þessa örvunarskammta, kannski hef ég rangt fyrir mér, en skilningur minn er að Pfizer sé að leggja til að sBLA (supplemental biologics license) þeirra innihaldi 1. stigs örvunargögn frá samtals 23 einstaklingum. Ég er ekki viss um hvað Moderna mun vera með, en gögnin sem Fauci kynnti á blaðamannafundinum úr NIAID rannsóknum, voru um 25 einstaklingar á hvern meðferðarhóp.“
Í tölvupósti 17. ágúst 2021 segir Gruber: „Teymi Dr. Doran skilur fullkomlega að starfandi framkvæmdastjóri vill samþykkja þessa vöru [Pfizer COVID örvunarskammt] mjög fljótlega og reynir eftir fremsta megni að ljúka endurskoðun sinni og mati, en á sama tíma, viðhalda háum stöðlum okkar og vísindalegum og klínískum heilindum.“
Í tölvupósti 10. ágúst 2021 kvartar Philip Krause: „Það hljómar eins og Peter [líklega Peter Marks, forstöðumaður CBER] telji sig hafa tekið yfir allar bólusetningaryfirferðir, ekki bara Pfizer BLA [umsókn um líffræðileyfi] ...“
Pólitiskir hagsmunir réðu - ekki vísindi eða þörfin fyrir örvunarskammta
Þann 22. september 2021 samþykkti FDA að heimilt væri að gefa örvunarskammt með mRNA tilraunalyfinu frá Pfizer.
Tom Fitton, forseti Judicial Watch, sem óskaði eftir þessum gögnum sagði að þeim fengnum að: „Þessi FDA skjöl staðfesta pólitískt samþykktarferli á umdeildum COVID-19 örvunarskömmtunum.“
Byggt á grein The Defender
2 Comments on “Ný gögn: Pólitísk afskipti og þrýstingur lyfjarisa hafði áhrif á leyfisveitingu örvunarskammta”
Það hlýtur að vera erfitt fyrir hvaða manneskju sem er sem lét undan og fór í höllina, einu sinni eða oftar að lesa þau gögn sem eru að koma frá USA og víðar. Það er erfitt fyrir hvern sem er að viðurkenna að maður hafi verið plataður og líklega eru fæstir sem munu viðurkenna það.. hinir munu vera í afneitun sama hvað. Við hin, þau fáu miðað við opinberlegar tölur á Íslandi sem ég treysti ekki frekar en fólkinu sem otaði sprautunum að okkur erum ekkert dansandi á hliðarlínunni af gleði. Þau sterku öfl sem stóðu að þessum faraldri eru ekkert hætt, einungis fyrsta lotan er búin og þeir eru byrjaðir á lotu 2.
Frábær pistill. Fyrir þá sem vilja enn meira um efnið, sjá hér:
https://rwmalonemd.substack.com/p/smoking-gun-usg-free-speech-big-tech