12 ráð til að verjast broddprótíni

frettinInnlendar

Guðrún Bergmann skrifar:

Vinkona mín sem býr í Cape Town í Suður Afríku deildi nýlega með mér fréttabréfi frá James Gilliland, shaman og miðli, sem miðlar meðal annars upplýsingum frá verum frá öðrum hnöttum. Gilliland rekur ásamt fleirum ECETI heilunar- og sjálfsræktarmiðstöðina í Oregon í Bandaríkjunum.

Hann hvetur fólk til að deila með öðrum upplýsingum úr fréttabréfi sínu, svo ég ákvað að deila í þessar grein þeim upplýsingum sem hann gefur varðandi C-19 og þær náttúrulegar leiðir sem hann notar til að vernda sig fyrir broddprótíni (einnig nefnt gaddaprótín).[i]

Því miður hafa yfirvöld hér á landi komið í veg fyrir að við fáum að nota Ivermectin, en það er eitt af þeim lyfjum sem Gilliland ráðleggur, bæði sem forvörn og eins til að vinna á C-19 ef fólk veikist. Auk bætiefnanna leggur hann mikla áherslu á að fólk haldi sig í hjartanu og forðist óttann, því óttin lamar ónæmiskerfi líkamans.

BÆTIEFNI SEM HAMLA VIRKNI BRODDPRÓTÍNS

Hér á eftir er listi yfir nokkur mikilvæg bætiefni sem á að vera auðvelt að nálgast. Hægt er að nota þau til að koma í veg fyrir skemmdir út frá broddprótíni, ef þú hefur fengið ástungu á upphandlegg með tilraunalyfjunum (sem sumir kalla bóluefni) eða til að verjast broddprótín smiti (shedding) frá einhverjum sem hefur fengið ástungu.

1 . MELTINGARHREINSUN

Þetta er blanda af átta mismunandi jurtum, en grunnþátturinn í blöndunni eru viðarkol. Viðarkolin eru framúrskarandi afeitrunarefni og losa meðal annars um þungmálma í líkamanum. Ef þau eru tekin á fastandi maga, leita þau niður í smáþarma og virkja blóðhreinsunarferli sem kallað er „millivefs himnuskiljun“.

Í blöndunni eru einnig jurtir eins og sigurskúfur, regnálmsbörkur, fennel (með shikimate), fennugreek, piparmynta (með hesperidin sem gerir broddprótínið óvirkt) og eucalyptus. Þessar jurtir hafa meðal annars róandi áhrif á maga, draga úr bólgum og  drepa bakteríugróður í meltingarveginum. Takið 5 hylki á fastandi maga á morgnana með stóru glasi af vatni – og 5 hylki fyrir svefn á kvöldin með stóru glasi af vatni – í minnst 20 daga.

Eins er hægt að kaupa hylki sem eru bara með virkjuðum viðjukolum (Activated Charcoal). Þá eru tekin 2 hylki á fastandi maga á morgnana og 2 á kvöldin fyrir svefn í minnst 20 daga eða lengur ef þörf krefur.

2. SINK – ZINC

Sink hjálpar líkamanum að nýta betur fæðuna til orkuframleiðslu. Þetta steinefni styrkir líka ónæmiskerfi líkamans og kemur í veg fyrir að RNA vírusinn bindi sig við frumurnar og endurgeri sig. Ráðlagt er að taka inn allt að 30-100 mg á dag eftir því hversu mikið álag er á ónæmiskerfinu.

3. D3 VÍTAMÍN

D-3 veitir mikilvægt mótvægi gegn hjarta- og æðasjúkdómum, sýkingum í öndunarvegi og öndunarvegssjúkdómum, auk þess sem það dregur úr hættu á lifrarbilun.

Liposomal D-3 vítamínið frá Dr. Mercola er í fljótandi formi innan í hylkjunum (lyposomal) og því auðupptakanlegt fyrir líkamann. Í hverju hylki eru 5.000 IU af D-3, en taka má allt að 10.000 IU ef veikindi mikil og alvarleg.

4. C-VÍTAMÍN

C-vítamín styrkir ónæmiskerfi líkamans.[ii] Rannsóknir sýna að það dregur meðal annars úr taugabólgum og mígreni.[iii] C-vítamín er vatnsuppleysanlegt svo það sem líkaminn ekki getur notað skilar hann frá sér.

C-vítamínið frá Dr. Mercola er í fljótandi formi innan í hylkjunum (lyposomal) og því auðupptakanlegt fyrir líkamann. Takið inn 1.000-3.000 mg á dag í minnst mánuð til að örva ónæmiskerfið og styrkja það – eða lengur ef óskað er.

5. QUERCETIN

Quercetin ræðst á frjálsar stakeindir og hefur andoxandi eiginleika. Það dregur úr bólgum og hættu á tauga- og hjartasjúkdómum, auk þess sem það hefur styrkjandi áhrif á öndunarfærin.[iv] Quercetin inniheldur hesperidin, sem gerir broddprótínið óvirkt.

Quercetin frá Dr. Mercola er í fljótandi formi í hylkinu (lyposomal) og er allt að 20 sinnum virkara en Quercetin í töfluformi, auk þess sem það er auðupptakanlegra fyrir líkamann. Takið inn 500-1000 mg tvisvar á dag í minnst 30 daga eða lengur ef óskað er.

6. JOÐ

Joð (Iodine) er blóðaukandi, enda er það eitt af þessum nauðsynlegu steinefnum, sem líkami þinn þarf á því að halda til að starfa eðlilega. Hins vegar framleiðir hann ekki sjálfur joð, svo það þarf að koma úr fæðunni en það getur verið flókið að fá nægilega mikið af því í gegnum hana. Þess vegna þarf að taka það inn sem bætiefni,[v] og sem slíkt er hægt að finna það í Mamma Veit Best. Takið samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum.

7. FURUNÁLATE

Furunála te (úr grænum ætum furunálum af stafafuru – sumar furunálar geta verið eitraðar) er gott við sýkingum í hálsi og öndunarfærum. Drekka þarf olíuna líka sem myndast þegar það er soðið, en í því er shikimate eða shikimic sýra, sem vinnur gegn sýkingum og örverum. Einnig er í því segavarnarefni svo það dregur úr blóðstorknun. Veit ekki hvar slíkt te fæst, en ef það finnst ekki má nota Fennel te.

8. FENNEL TE

Í Fennel te er líka shikimate eða shikimic sýra, en hún er þekkt fyrir að gera broddprótínið óvirkt, svo það veldur ekki skaða. Drekkið 1-3 bolla á dag.

9. HVEITIGRAS

Hveitigras og safi úr hveitigrasi innihalda mikið af shikimate. Shikimate ferlar (rásir eða gangvegir) eru ekki í mannslíkamanum sjálfum, en bakteríur í meltingarveginum hafa þessa ferla, svo og bakteríur í jarðvegi og plöntum. Shikimate framleiðir alkalíða og nauðsynlegar amínósýrur, sem líkaminn gerir ekki, en þau efnasambönd koma í gegnum jurtir sem nærast á bakteríum í eiturefnalausum jarðvegi. Því þarf að kaupa lífrænt ræktað hveitigras og te úr lífrænt ræktuðu fenneli, til að fá shikimate.[vii]

10. UBIQUINOL

Ubiquinol stuðlar að orkumyndun í frumum þínum. Það tekur þátt í að framleiða andenosine triphospathe (ATP), sem sér um orkuflutninga innan frumunnar, auk þess sem Ubiquinol, sem er virka efni í CoQ10, verndar frumurnar gegn oxandi skemmdum. Ubiquinol er einkar mikilvægt fyrir alla hjartastarfsemi, en hjartabilun er oft afleiðing annarra hjartavandamála, eins og kransæðasjúkdóma eða hækkaðs blóðþrýstings.

Slíkt ástand getur leitt til aukinna oxandi skemmda og bólgu í bláæðum og slagæðum. Hjartabilun á sér stað þegar þessi vandamál hafa slík áhrif á hjartað að það getur ekki lengur dregist saman, slakað á eða dælt blóði í gegnum líkamann.[viii]

Ubiquinol frá Dr. Mercola er fljótandi formi innan í hylkjunum (liposomal) og því auðupptakanlegt fyrir líkamann. Það fæst í 100 mg og 150 mg hylkjum. Takið 1-2 hylki á dag.

11. VITA BIOSA GÓÐGERLASAFINN

Vita Biosa er lífrænn gerjaður safi með átta virkum bífidó- og mjólkursýrugerlum, lífrænum sýrum og kjarna úr nítján jurtum. Gerjunin gerir það að verkum að innihald safans hefur þegar umbreyst og safinn er því auðupptakanlegri fyrir líkamann og tilbúnari til notkunar fyrir hann.

Í góðgerlasafanum er kjarni úr 19 lífrænt ræktuðum jurtum. Þær eru anísfræ (shikimate), fennelfræ (shikimate) , lakkrísrót, hvannarrót, basilíkum, kamilla, kerfill, dill, ylliblóm, fenugreek, engifer, einiber, nettla, óreganó, steinselja, piparmynta (hesperidin), rósmarín, salvía og tímían. Góðgerlarnir átta eru Bifidum lactis, Bifidum longum, Lactobacillus acidophilus, Lactobacillus casei, Lactobacillus rhamnosus, Lactobacillus salivarius, Lactobicillus lactis og St. thermophilus og eru á milli 5-10 milljarðar af gerlum í hverjum 100 ml af safanum við framleiðslu.

Takið 2 msk á fastandi maga á morgnana, svona 15 mínútum eftir að hafa tekið inn MELTINGARHREINSUN hylkin – 2 msk fyrir hádegis- eða kvöldmat, þar sem safinn hjálpar til við niðurbrot fæðunnar – og 2 msk fyrir svefninn.

12. GINKGO BILOBA

Í hefðbundinni kínverskri læknisfræði voru fræin af Ginkgo Biloba[ix] – eða Musteristrénu notuð til að opna “orkufarvegi” að mismunandi líffærakerfum, þar á meðal nýrum, lifur, heila og lungum. Rannsóknir benda til þess að Ginkgo hafi verndandi áhrif á hjartaheilsuna, svo og heilsu heilans og geti komið í veg fyrir heilablóðfall. Vegna útvíkkandi eiginleika Ginkgo á æðarnar, hefur það góð áhrif á alla sjúkdóma sem tengjast lélegu blóðflæði, meðal annars lélegu blóðflæði í fótleggjum. Takið samkvæmt ráðleggingum á umbúðum.

Neytendaupplýsingar:

MELTINGARHREINSUN og Dr. MERCOLA BÆTIEFNIN, Fennel te og fleira fæst í Mamma Veit Best á horni Dalbrekku/Auðbrekku í Kópavogi eða á Njálsgötu 1, Reykjavík.

VITA BIOSA fæst í Mamma Veit Best, á horni Dalbrekku/Auðbrekku í Kópavogi og Njálsgötu 1 í Reykjavík; Fjarðarkaupum, Hafnarfirði; Heilsuhúsinu, Kringlan og Lágmúla; Heilsuver, Suðurlandsbraut – og hér í vefversluninni þar sem það er á sérstöku tilboðsverði.