Mikið hefur gengið á í Kringlunni undanfarna mánuði þar sem miklar framkvæmdir hafa verið á efri hæð verslunarmiðstöðvarinnar. Þetta hefur bitnað mikið á verslunareigendum og þá sérstaklega kaffihúsinu Café Roma sem er á opnu svæði fyrir neðan framkvæmdirnar.
Framkvæmdirnar hafa bæði valdið miklum hávaða og óþrifnaði sem hefur bitnað á rekstrinum og varð til þess að ekki var hægt að hafa kaffihúsið opið um tíma vegna þessa.
Eigendinn Vesna Djuric segist alls ekki vera sátt og fór fram á að Heilbrigðiseftirlitið kæmi á staðinn til að mæla loftmengun, en eftirlitið mætti einu sinni og vildi lítið gera. Þá var rekstrarfélagið Reitir síður en svo hjálplegt og fór fram á að 50% leiga yrði greidd, þrátt fyrir að kaffihúsið væri lokað og óstarfhæft.
„Málavextir eru þannig að Heilbrigðiseftirlitið kom á staðinn í byrjun september en athafnaðist ekki mikið í málinu, starfsmaður þeirra kom til okkar eftir símtali við mig vegna þess að hann heyrði að ég get ekki talað almennilega vegna ryks sem var í lofti. Hann tók svo eina eða tvær myndir og fór að talaði við verktakann sem sér um framkvæmdirnar,“ segir Verna.
En það var ekkert gert áður en við lokuðum staðnum þann 24.09.2022 þegar ekki var hægt að vinna lengur undir þessum kringumstæðum.
Eftir það sendi Verna aftur tölvupóst til Heilbrigðiseftirlitsins en þá fékk hún þau svör að mat starfsmannsins hefði verið að allt væri eðlilegt þarna og ekki þótti ástæða til að bregðast frekar við.
Bréf Vesnu til Heilbrigðiseftirlitsins má sjá hér neðar:
Góðan dag,
Í lok apríl byrjuðu framkvæmdir í Kringlunni, siðan þá höfum við verið í vandræðum með mengun á staðnum hjá okkur. Hávaðamengun (hljóðmengun), rykmengun, uppgufunar og lyktamengun ásamt sjón mengun eru áberandi siðastu 5-6 mánuði.
Reynt var að koma athugasemdum við framkvæmdaaðilana, við rekstrafélag Kringlunnar en lítið kom úr þessu. Starfsfólk var að tapa heilsu, fyrirtæki kúnna og lenti í gríðarlegu fjárhagslegu tjóni.
Eftirlitsaðilar eins og Heilbrigðiseftirlit (HER) og Vinnueftirlit (VER) voru á endanum upplýstir um mál en ekki gerðist mikið. Engin af þessum aðilum kom til að meta loftmengunina og ekki er boðlegt að hafa gesti og bjóða mat og drykki undir þessum kringumstæðum. Þeir komu ekki heldur og gerðu ekki „úttekt“ hjá okkur og við fengum aldrei svar.
Það hefur komið til að starfsfólk og fólk sem sat hjá okkur og kvörtuðu út af óþægindum í öndunarfærum.
Vinnueftirlitið og Heilbrigðiseftirlitið eru að vernda hagsmuni Kringlunnar, en ekki almenning og starfsfólk og lítur út eins og allsherjar spilling.
Framkvæmdaaðili er að neyða okkur að opna, en ekki er hægt að vinna á þessum stað né bjóða mat og drykki fólki samkvæmt sérfræðingi sem hefur komið og skoðað svæði hjá okkur. Allir eru velkomnir að skoða ástæður á staðnum, skrifar Vesna.
Myndir hér neðar sýna svo ástandið á Café Roma undanfarna mánuði en staðurinn opnaði nýlega aftur, eigendur sitja uppi eins og áður segir með gríðarlegt fjárhagslegt tjón sem enginn virðist ætla að taka ábyrgð á.