Finnsk skýrsla: ekki nóg litíum og kóbalt til að endurnýja rafhlöður á 10 ára fresti

frettinOrkumál1 Comment

Áhrifamikil elíta er annaðhvort að afneita gríðarlegum kostnaði og afleiðingum Net Zero stefnunnar í loftslagsmálum, eða upptekinn við að ausa næstum ótakmörkuðu magni af peningum sem nú eru í boði til að efla gervivísindi, loftslagshræðslu, og fjárfesta í óframkvæmanlegri grænni tækni.

Nýlega var birt 1000 blaðsíðna rannsóknarskýrsla "Assessment of the Extra Capacity Required of Alternative Energy Electrical Power Systems to Completely Replace Fossil Fuels" sem Simon Michaux dósent gerði fyrir finnska ríkisstofnun. Í henni segir Michaux að það sé „einfaldlega ekki nægur tími, né fjármagn til að gera þetta miðað við núverandi markmið sem áhrifamestu þjóðirnar hafa sett".

Ekki til nægt hráefni í allar rafhlöðurnar

Til að nefna aðeins eitt dæmi um hversu óframkvæmanlegt Net Zero er, bendir Michaux á að „í fræðunum“ sé nóg af nikkel- og litíumforða á heimsvísu ef það eru eingöngu notað til að framleiða rafhlöður fyrir rafbíla. En það er ekki til nóg af kóbalti og meira þarf að uppgötva. Þá verður þetta verra. Allar nýju rafhlöðurnar hafa aðeins 8-10 ára endingartíma og því þarf að endurnýja þær reglulega. „Það er ólíklegt að þetta sé hagnýtt, sem bendir til þess að hugsanlega þurfi að endurhugsa alla rafhlöðulausnina og þróa nýja lausn sem er ekki svo kröfuhörð á notkun sjaldgæfra hráefna,“ segir hann.

Öll þessi vandamál koma upp við að finna magn af litíum fyrir jóna-rafhlöður (ion-batteries) vega alls 286,6 milljónir tonna. En „orku-geymsla“ með öðrum 2,5 milljörðum tonna af rafhlöðum þarf einnig til að veita fjögurra vikna geymslu á orku sem fæst frá vind- og sólarorku með hléum. Auðvitað er þetta einfaldlega ekki fáanlegt frá jarðefnabirgðum á heimsvísu, en, segir Michaux, það er ekki ljóst hvernig hægt er að geyma orkuna með öðrum hætti.

Michaux sendir skýr viðvörunarskilaboð. Núverandi væntingar eru að alþjóðleg iðnaðarfyrirtæki muni koma í stað flókins iðnaðarorkuvistkerfis sem tók meira en öld að byggja upp. Það var byggt með stuðningi orkuríkasta orkugjafa sem heimurinn hefur nokkurn tíma þekkt (olíu), í ódýru og miklu magni, með auðfáanlegum ávinningi og að því er virðist eru jarðefnaauðlindirnar nánast ótakmarkaðar. Umskiptin, segir hann, eiga nú að fara fram þegar orka er tiltölulega dýr, fjármálakerfi eru viðkvæm, mettuð af skuldum og ekki nóg af hráefnum og fordæmalaus mannfjöldi á jörðinni í versnandi náttúrulegu umhverfi. Mesta áskorunin er að þetta eigi að gera innan nokkurra áratuga. Miðað við mikla útreikninga er Michaux þeirrar skoðunar að það muni ekki ganga að fullu „eins og áætlað er“.

Net Zero er pólitík og stjórnunarverkefni

Net Zero er pólitískt fyrirskipunar-og-stjórnunarverkefni, hryllingi þess á enn eftir að beita á almenning. Michaux er alveg með það á hreinu hvað það felur í sér: „Það sem þarf er að draga verulega úr samfélagslegri eftirspurn eftir öllum auðlindum. Þetta felur í sér allt annan samfélagssáttmála og gjörbreytt stjórnkerfi en það sem er við lýði í dag.“

Auðvitað er allt annað stjórnkerfi í boði í Alþýðulýðveldinu Kína, en hér er staðan á Net Zero aðeins öðruvísi. Eftir að hafa lyft um milljarði manna úr sveltandi fátækt á síðustu 40 árum og orðið að vinnustað sífellt sjálfsánægðari vestræns heims – allt knúið af jarðefnaeldsneyti – virðist málstaðurinn ekki svo brýnn. Xi Jinping forseti ræddi við kommúnistaflokksþingið fyrr í vikunni og sagði að „varfærni“ myndi ráða viðleitni Kína til að ná hámarki og að lokum zero-out (lágmarka útblástur kolefnis) útblástri kolefnis. Allt þetta væri í samræmi við meginregluna um að „fá hið nýja áður en því gamla er fargað“.

Á sama tíma er sagt að kolaframleiðsla Kína hafi náð methæðum, en þinginu var sagt að olíu- og gasleit verði aukin sem hluti af aðgerðum til að tryggja „orkuöryggi“.

Veikburða ættbálkar verða yfirbugaðir - Evrópa mun veikjast

Michaux bendir á að nærri 85% af orku heimsins komi frá jarðefnaeldsneyti. Samkvæmt útreikningum hans mun árleg raforka sem ekki kemur frá jarðefnaeldsneyti á heimsvísu þurfa að fjórfaldast í 37.670,6 TWh. Sem dæmi þá áætlar prófessor Michael Kelly í nýlegri skýrslu fyrir Global Warming Policy Foundation (GWPF) að rafmagnsnetið í Bretlandi þyrfti að stækka 2,7 sinnum. Þetta mun fela í sér að bæta við afkastagetu á áttföldum hraða miðað við það sem hún hefur aukist síðustu 30 árum. Ef útreikningar eru gerðir fyrir þörfina á að endurtengja heimili, götur, staðbundnar aðveitustöðvar og raflínur til að bera nýja afkastagetu, mun aukakostnaðurinn vera næstum 1 trilljón punda.

Í annari nýlegri GWPF skýrslu varaði John Constable við því að græni samningurinn (Grean Deal) í Evrópu virtist ekki annað en öruggur til að brjóta efnahagslegt og félagspólitískt vald Evrópu, „gera hana að léttvægu og óhæfu baklandi [ þar sem ekkert gerist], sem treystir á, og er undirgefið, öflugum kröftum“.

Sagan gefur okkur mörg dæmi um að veikburða ættbálkar hafi verið yfirbugaðir af sterkari ættbálkum. Í dýraríkinu er það þekkt sem náttúruleg þróun. Ódýrari leiðir og skynsamlegri nálgun er í boði.

Þýðing byggð á skrifum Chris Morrison í The Daily Sceptic.

One Comment on “Finnsk skýrsla: ekki nóg litíum og kóbalt til að endurnýja rafhlöður á 10 ára fresti”

  1. Hin ´græna og góða umhverfisstefna´ mun hafa þveröfug áhrif, stefna öllu í óefni og almenningur mun uppskera fátækt og eymd. Við munum sjá afleiðingarnar á komandi árum: stríð, hungursneyð, borgarastyrjaldir, í löndum Evrópu og víðar.

Skildu eftir skilaboð