Ríkislögreglustjóri vissi af ólöglegri vopnasölu föður síns til margra ára án þess að aðhafast: „er þessum mannskap treystandi?“

frettinInnlendar1 Comment

Hæsta­réttar­lög­maðurinn Vil­hjálmur H. Vil­hjálms­son skrifar um mál Guðjóns Valdimarssonar vopnasala, sem er faðir ríkis­lög­reglu­stjóra í grein á Vísir.is í morgun og deilir þar hlekkjum á fréttir þess efnis að hann hafi selt ó­lög­leg vopn til margra ára.

„Nú hefur komið í ljós að ríkis­lög­reglu­stjóri, sem þá var lög­reglu­stjórinn á höfuð­borgar­svæðinu, fékk upp­lýsingar um það 10. júlí 2018, að maður sem gaf skýrslu hjá lög­reglu vegna vopna­laga­brots, hafi greint frá því að hann hafi keypt vopnið af föður ríkis­lög­reglu­stjóra, sem selur vopn á netinu (www.vopna­salinn.net),“ skrifar Vil­hjálmur.

„Í skýrslu­tökunni var jafn­framt upp­lýst að faðir ríkis­lög­reglu­stjóra hefði selt marga slíka riffla og þeir kostuðu um 1.500.000,- (dómur Lands­réttar í máli nr. 607/2019, upp­kveðinn 29. janúar 2021). Við flutning málsins í héraði, 13. júní 2019, var upp­lýst að faðir ríkis­lög­reglu­stjóra hefði selt öðrum sams konar vopn og á­kærða. Þrátt fyrir það sá lög­reglan ekki á­stæðu til þess að hefja rann­sókn á meintri ó­lög­mætri vopna­sölu föður ríkis­lög­reglu­stjóra.

„Sam­kvæmt lögum um með­ferð saka­mála skal lög­regla hve­nær sem þess er þörf hefja rann­sókn út af vit­neskju eða grun um að refsi­vert brot hafi verið framið hvort sem henni hefur borist kæra eða ekki. Ríkis­lög­reglu­stjóri hafði upp­lýsingar um það sumarið 2018 að grunur léki á að faðir hennar væri að selja ó­lög­leg vopn, sjálf­virka eða hálf­sjálf­virka riffla, sem í raun eru ekkert annað en hríð­skota­byssur. Þær upp­lýsingar voru síðan stað­festar í héraðs­dómi 13. júní 2019.“

„Af framan­sögðu er ljóst að ríkis­lög­reglu­stjóri virðist hafa látið sér í léttu rúmi liggja að rök­studdur grunur væri uppi um að faðir hennar væri að selja hríð­skota­byssur á Ís­landi. Við hús­leit lög­reglu í ,,stóra hryðju­verka­málinu” fjórum árum síðar fundust meðal annars sams­konar vopn og fjallað var um í dómi Lands­réttar nr. 607/2019,“ skrifar Vil­hjálmur.

Lögregla vissi af málinu í fjögur ár án þess að aðhafast

„Það er ætlun lög­reglu, hvort sem að það stenst skoðun eða ekki, að þessi vopn hafi meðal annars átt að nota til þess að gera hryðju­verka­á­rás á lög­regluna. Það er á­kveðin kald­hæðni fólgin í því að ríkis­lög­reglu­stjóri og em­bætti lög­reglu­stjórans á höfuð­borgar­svæðinu bjuggu yfir upp­lýsingum um þessa vopna­sölu í fjögur ár án þess að að­hafast neitt.“

„Með því er stað­fest að dóm­greindar- og getu­leysi lög­reglu til þess rann­saka saka­mál á grund­velli upp­lýsinga sem eru beint fyrir framan nefið á henni er al­gjört. Á sama tíma er lög­reglan með há­værar kröfur um fá að njósna eftir­lits­laust um borgarana á grund­velli svo­kallaðra for­virkra rann­sóknar­heimilda.

Er þessum mann­skap treystandi til þess? Svarið er nei,“ segir Vil­hjálmur.

Vilhjálmur sagði jafnframt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að Sigríður Björk hlyti að íhuga stöðu sína.  Þar kom fram að lögreglan verst allra frétta og vill engu svara um málið.

Frétt Stöðvar 2 má sjá hér neðar.


One Comment on “Ríkislögreglustjóri vissi af ólöglegri vopnasölu föður síns til margra ára án þess að aðhafast: „er þessum mannskap treystandi?“”

  1. this judge should be suspended, because he forgot that the man is innocent until proven otherwise. This judge ruled without a trial, and calls for a lynching. The only illegal act at this moment is done by this judge and not by Guđjon or his daughter. in the same way, in the last two years, various doctors, so-called experts and ministers forced people to get vaccinated against covid and die because of it. They who vaccinate this people are the only proven terrorists here in Iceland. It is quite clear that this is politicization and an attempt to intimidate people in order to take away guns from people. Guđjon and his daughter were sacrificed for this purpose. The results are already visible. The gun laws were changed in express time, and nobody cares anymore if Guđjon is guilty or not. The atmosphere of lynching was again used in the politicization of hostility towards citizens, and once again, as in covid, Iceland primitively succumbed to the experts of lynching.

Skildu eftir skilaboð