Ritskoðun og þöggun sem aldrei má endurtaka sig

frettinGeir Ágústsson, Pistlar2 Comments

Eftir Geir Ágústsson:

Robert Malone, ein stærsta hetja veirutímanna, bendir okkur á fræðigrein um ritskoðun og þöggun þeirra tíma. Það sem ég hef rekist á í þessari grein fellur nokkuð vel að minni upplifun og jafnvel reynslu. Hér er svolítil tilvitnun sem segir frá því hvernig rétttrúnaðurinn breyttist stundum og þar með hvaða skoðanir þurfti að þagga niður í og ritskoða:

Þess má geta að afstaða rétttrúnaðar getur breyst. Til dæmis, um mitt vorið 2020, var bannað að ræða uppruna SARS-CoV-2 á rannsóknarstofum á ákveðnum samfélagsmiðlum, eins og Twitter og Facebook (Jacobs 2021). Nú nýverið hefur kenningin um leka frá rannsóknarstofu öðlast meira lögmæti, sérstaklega eftir greinar í Proceedings of the National Academy of Sciences (Harrison and Sachs 2022), Frontiers in Virology (Ambati 2022) og Vanity Fair (Eban 2022) sem og yfirlýsing Ghebreyesus, forstjóra WHO, sem tjáði sig um áfangaskýrslu Scientific Advisory Group for the Origins of Novel Pathogens, sem sagði að skoða þurfi allar tilgátur og gagnrýndi skýrsluna fyrir ófullnægjandi mat á leka frá rannsóknarstofu (WHO 2022). Annað dæmi snýr að nauðsyn þess að klæðast grímum: bandarískir embættismenn eins og forstöðumaður National Institute of Allergic and Infectious Diseases (NIAID), Anthony Fauci, mæltu opinberlega gegn alhliða grímuskyldu í mars 2020, en breyttu svo afstöðu sinni í apríl til að mæla með alhliða grímunotkun og grímuskyldu (Roche 2021).

Já, einn daginn mátti ræða uppruna veiru á rannsóknarstofu, og síðan ekki, og svo aftur. Einn daginn voru grímur gagnslausar en orðnar algjört lykilatriði næsta dag. Og menn auðvitað skammaðir ef þeir skiptu ekki nægilega hratt um skoðun, í takt við tíðarandann ef svo má segja.

Síðan eru auðvitað öllu drungalegri frásagnir, svo sem um þann þrýsting sem bandarísk yfirvöld beittu samfélagsmiðla til að loka á fólk með óheppilegar skoðanir:

Þessi þunga ritskoðun var gerð með hvatningu stjórnvalda (Bose 2021; O’Neill 2021), sem áttu í samstarfi við tæknifyrirtæki eins og Facebook, Twitter og Google. Sem dæmi má nefna 7. mars 2022, þegar bandaríski skurðlæknirinn Vivek Murthy hvatti tæknifyrirtæki til að tilkynna „heilsutengda upplýsingaóreiðu“ til alríkisstjórnarinnar og auka áherslu þeirra á að fjarlægja slíkt (Pavlich 2022). Í kjölfarið hafa tölvupóstar, sem hafa verið gerðir opinberir í lögfræðilegum ferlum, skjalfest á hvaða hátt embættismenn samhæfðu beint við tæknifyrirtæki eins og Twitter og Facebook hvernig ætti að ritskoða lækna, vísindamenn og blaðamenn (Lungariello og Chamberlain 2022; Ramaswamy og Rubenfeld 2022).

Við getum auðvitað lært af þessu tímabili. Ein lexía er sú að flest fólk er í raun og veru á móti málfrelsi, skoðanaskiptum og vísindalegri umræðu. Það vill bara eina skoðun og helst að hún komi úr munni einhvers yfirvalds. Annað er svo ruglandi, eyðileggur samstöðuna, ýtir undir samsæriskenningar og ógnar lífi gamla fólksins.

Önnur lexía er sú að fólk er tilbúið að bretta upp ermar og láta sprauta sig sama hvað lyfjafyrirtækin skilja eftir sig mörg lestarslys af lömuðum börnum, hjartveiku fólki, öryrkjum og líkum, og sama hvað þau þurfa að borga marga milljarða fyrir sinubruna fortíðarinnar.

Og þriðja lexían gæti mögulega verið sú að það er hægt að spila á fólk eins og fiðlu með því að nota orð eins og „samsæriskenningar“, „falsfréttir“ og „upplýsingaóreiða“. Segi fréttaþulur á RÚV eitthvað þá er það satt. Segir fréttaþulur á RÚV ekki frá einhverju þá finnst það ekki.

En mikið er nú gott að gögn og greiningar veirutíma eru að flæða upp á yfirborðið í slíkum mæli að RÚV þarf að hafa sig alla við að segja ekki frá neinu af því. Mun sú þvermóðska einhvern tímann bráðna?

2 Comments on “Ritskoðun og þöggun sem aldrei má endurtaka sig”

  1. „Annað er svo ruglandi, eyðileggur samstöðuna, ýtir undir samsæriskenningar og ógnar lífi gamla fólksins.“

    Og kemur í veg fyrir að fólk hlýði Víði.

  2. Svokallaðir fréttamenn, um allan heim, eru samsekir í einhverjum mesta glæp og yfirhylmingu í sögu mannkynsins. Fjölmiðlafólk ætti að skammast sín. Sem betur fer héldu nokkrir fjölmiðlar uppi andstöðu, m.a. Frettin.is og þetta fólk á skilið hrós fyrir alvöru fréttamennsku, þrátt fyrir hótanir, hatursáróður og útskúfun.

Skildu eftir skilaboð