Segja 350 andlát vera „skot“ – hvar eru samúðarkveðjurnar og „upplýsingafundirnir“ nú?

frettinPistlar1 Comment

Greinin birtist fyrst á Andríki 3. nóvember 2022.

Í nýrri skýrslu fyrir forsætisráðherra um viðbrögð við faraldrinum er að sjálfsögðu birt graf sem sýnir smit og dauðsföll vegna hans. En grafið endar í september 2021!

Eins og allir vita voru lítil umframdauðsföll hérlendis fram að þeim tíma og fá dauðsföll skráð tengd Covid. Um 95% greindra smita og yfir 80% dauðsfalla tengd Covid hafa átt sér stað eftir þann tíma sem nefndin ákvað að verða meðvitundarlaus.

Dauðsföll tóku því miður mikinn kipp frá og með nóvember 2021 eins og sjá má á grafinu hér að neðan.

Þessi mynd sýnir alla söguna. Nefnd forsætisráðherra um viðbrögð við faraldrinum kaus hins vegar að birta ekki upplýsingar um dauðsföll á Íslandi eftir að dauðsföll fóru að aukast haustið 2021.

Frá nóvember 2021 til júlí 2022 lágu um 350 Íslendingar í valnum umfram það sem vænta má í venjulegu árferði (m.v. 2015 – 2019).

Skotskýringin

Morgunblaðið spurði einn höfunda skýrslu forsætisráðherra um þessa afvegaleiðingu. Hvers vegna var staðnæmst við september 2021? Höfundurinn svaraði því til að erfitt sé að telja með „skot“ í samanburði á andlátum.

Í nýrri skýrslu sem birt var á vef stjórn­ar­ráðsins á þriðju­dag um áfalla­stjórn­un stjórn­valda í Covid-19 far­aldr­in­um eru ýmis tölu­leg gögn þar sem m.a. eru bor­in sam­an dauðsföll á Norður­lönd­um. Þar er hins veg­ar árið 2022 ekki tekið með og þegar Ásthild­ur Elva Bern­h­arðsdótt­ir dós­ent á Bif­röst og einn höf­unda skýrsl­unn­ar er spurð hvað valdi því, seg­ir hún að þessi tölu­legu gögn hafi komið frá nor­ræn­um hag­stof­um og verk­efni höf­unda skýrsl­unn­ar hafi ekki verið heil­brigðis­hlut­inn held­ur viðbrögð stjórn­valda við far­aldr­in­um.

„Í okk­ar út­tekt erum við að greina áfalla­stjórn­un­ina, það er hvernig stjórn­völd voru und­ir­bú­in og brugðust við áfall­inu. Sam­kvæmt aðferðafræðinni þá mörk­um við tíma þeirr­ar grein­ing­ar frá upp­hafi viðbragða og þar til sótt­varn­araðgerðum lýk­ur,“ seg­ir Ásthild­ur.

– En er þetta ekki að skekkja niður­stöðurn­ar í nýju Covid-19 skýrsl­unni, þegar þessi mikli fjöldi lát­inna á þessu ári er ekki tek­inn með?

„Það er mjög erfitt að bera sam­an töl­ur yfir „skot“ þar sem það er mjög mis­jafnt milli land­anna hversu mik­il áhersla hef­ur verið lögð á að gera próf, eins og nefnt er í skýrsl­unni, og þegar út­breiðslan varð sem mest í kjöl­far aflétt­inga létu mörg vera að fara í próf,“ seg­ir Ásthild­ur og legg­ur aft­ur áherslu á að hlut­verk þeirra hafi verið að skoða viðbrögð stjórn­valda.

Auðvitað er vel hugsanlegt að þetta „skot“ umframdauða hér á landi gangi að einhverju leyti til baka á næstu mánuðum og misserum. Vonandi. En engu að síður eru þetta mjög sérstakar skýringar í samanburði við það sem stjórnvöld hafa boðið upp á undanfarin ár.

Á árunum 2020 og lengstum 2021 gerðu stjórnvöld hverju dauðsfalli vegna/með Covid skil með fréttatilkynningum, samúðarkveðjum og „upplýsingafundum“ almannavarna og landlæknis. Fyrir hvert fræ ógnar og skelfingar sem sáð var á þessum fundum uppskáru menn aðdáun fjölmiðlanna og lof og prís á samfélagsmiðlum.

Nú ber hins vegar svo við að nokkur hundruð óvænt dauðsföll verða. Þá eru einu viðbrögð stjórnvalda þau að sleppa því að geta þeirra í skýrslum sínum og afgreiða þau aðspurð sem „skot“.

Okkar Langbarðaland

Til að setja þetta íslenska „skot“ í eitthvað samhengi má geta þess að það er svipað og „skotið“ sem Ítalir urðu fyrir á fyrstu 9 mánuðum faraldursins og þótti mörgum nóg um.

Umframdauði á bólusettu Íslandi í nóvember 2021 til júlí 2022 var svipaður og á óbólusettri Ítalíu í febrúar til október 2020.

One Comment on “Segja 350 andlát vera „skot“ – hvar eru samúðarkveðjurnar og „upplýsingafundirnir“ nú?”

Skildu eftir skilaboð