Bjarni Ben viðurkennir að þjarmað hafi verið að persónu- og athafnafrelsi landsmanna

Erna Ýr ÖldudóttirErna Ýr Öldudóttir, StjórnmálLeave a Comment

„Það verður ekki annað sagt en að það hafi í þessum tilgangi, að hefta útbreiðslu veirunnar, verið gengið mjög langt í að skerða persónu- og athafnafrelsi á Íslandi. Með sama hætti og við gerðum upp árangur af efnahagslegum aðgerðum þá er mikilvægt að við höfum þrek og þor til að ræða reynsluna af beitingu sóttvarnaráðstafana og um heimildir stjórnvalda til beitingar slíkra úrræða til framtíðar,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í setningarræðu Landsfundar í Laugardalshöll í dag.

Hann vildi þó meina að Ísland stæði betur að vígi en önnur lönd eftir faraldurinn, vegna hagstæðrar skuldastöðu ríkissjóðs fyrir faraldur. Eins þeirra aðgerða sem ríkissjóður greip til svo að atvinnulífið dæi ekki drottni sínum, en það náði að rétta nokkuð hratt úr kútnum á eftir. Hann minnti fundinn á að fyrir lægi frumvarp að breytingum á sóttvarnalögum.

Boðar skattalækkanir sigri hann formannsslaginn

Bjarni boðaði skattalækkanir á einstaklinga og fyrirtæki, og undirstrikaði að stöðugleiki væri undirstaða hagsældar. Ísland sé vel í stakk búið á óvissutímum, með þokkalegt orku- og fæðusjálfstæði, góða skuldastöðu, mikinn hagvöxt og næstlægstu verðbólgu í Evrópu. Loforðin hans yltu þó á niðurstöðu formannskjörsins nk. sunnudag.

Samfylkingin fékk nokkrar eitraðar pillur frá Bjarna og uppskar hann fliss í salnum. Tók hann fyrir bagalega fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar. Hann minntist á Evrópumálin sem Samfylkingin „hafi nú sett í kassa ofan í kjallara“ og bauð af því tilefni Viðreisnarmenn velkomna „heim“.

Blaðamaður tók fáeinar myndir á hógværan myndavélabúnað sinn iPhone 12, í von um að fanga stemminguna frekar en sýna fram á myndgæði. Sjá má að Sjálfstæðismenn voru glaðir að komast loksins á Landsfundinn sinn:

Guðlaugur Þór hristir upp í Landsfundi að þessu sinni með því að skora Bjarna á hólm um formannssætið. Með honum er frú Ágústa.

Bjarni Ben og hans ektafrú Þóra Margrét voru rjóð af spenningi og tilhlökkun.

Áslaug Arna gaf snoturt lítið kver í þágu þekkingar og nýsköpunar: Árangur fyrir Ísland.

Kátir athafnamenn af Suðurlandinu, Guðrún í Kjörís og Óskar stórbóndi úr Fljótshlíðinni.

Glódís Gunnars var í sólskinsskapi.

Fundargestir undruðust dularfulla rakettu merktri kínverska fánanum sem stóð á borðinu þeirra.

Skildu eftir skilaboð