Í kláminu er kærleikurinn fólginn

frettinArnar Sverrisson, Pistlar1 Comment

Eftir Arnar Sverrisson:

Íslenska kvenfrelsunarríkisstjórnin undir stjórn hins ötula kvenfrelsara, Katrínar Jakobsdóttur, hefur látið semja bæði álit og námsefni í kynjafræði (gender studies) handa börnum í leik- og grunnskóla. Kynungabók Katrínar, eftir valinkunna kvenfrelsara, hefur verið gefin út, svo og „Alls kyns um kynferðismál – Kynjafræðsla fyrir unglingastig.“ Höfundur er Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, kvenfrelsari m.m.

Námsefnið er samið af ást og umhyggju fyrir börnum. Þau eiga að læra um kyn, kynheilbrigði og jafnrétti kynja. Námsefnið skal einnig vera vörn gegn kynofbeldi drengja í skólum, en eins og almenningi er ljóst, ríkir, samkvæmt Skólameistarafélagi Íslands, „nauðgunarmenning“ í íslenskum framhaldsskólum.

Það er einnig kennt eitt og annað um hagnýtt kynlíf í kynjafræðabók Þórdísar Elvu. Börnum er t.d. kennt að fróa sér.  En Bandaríkjamenn standa okkur miklu framar, eru framsæknari, enda þótt íslenskir skólastjórnendur hafi verið iðnir við að hleypa inn í skólana lögreglumönnum, sem kenna nemendum að gjalda varhug við karlmönnum, og sértrúarhópum ofbeldisiðnaðarins, sem kenna þeim um þá kynhættu, sem af feðrum stafar.

Hinsegin hópar í bandarískum skólum

Í bandarískum skólum eru nú hinir og þessir hinseginhópar (queer) aufúsugestir og jafnvel aðstoðarkennarar. Dragdrottningar troða meira að segja upp á bókasöfnum til að fræða börnin. Starfsmönnum almenningsbókasafna ber skylda til að útvega fræðsluefni, sem endurspeglar alls konar tilbrigði við kynlíf og kynferði.

Þrátt fyrir Regnbogaleikskóla Reykjavíkurborgar og námsefni unnið á vegum stjórnvalda, eru Íslendingar samt sem áður eftirbátar skólayfirvalda í Maine-ríki. Þar eru m.a. kenndar bækurnar „Kynhinsegin“ (Gender Queer) og „Samkynsbókin“ (This Book is Gay). Þar er m.a. lögð áhersla á að kenna börnum að fróa hverju öðru og totta. Rúsínan í pylsusendanum er svo kennsla í saurkynlífi (scat).
Einu sinni sögðu kvenfrelsarar, rauðskokkurnar, klámið vera kúgandi karlaverk. Nú vilja þær óðfúsar kenna það hálfmálga börnum. Sömu sokkur, sbr. viðtal í RÚV við Guðrúnu Ágústdóttur á „kvennafrídaginn,“ telja líka "me too" hreyfinguna skilgetið afkvæmi rauðsokkuhreyfingarinnar. Það er ekki síður fróðlegt.

En eins gamla og eldgamla eflaust rekur minni til, töldu rauðsokkurnar konur miklu vitrari körlum um allt, er laut að velferð og heilsu barna - og um alla hluti yfirleitt.

One Comment on “Í kláminu er kærleikurinn fólginn”

  1. Óhugnanlegt hvernig úrkynjun mannsandans er höfð í hávegi í sjúkum heimi. Ekki gott mál að neinu leiti, en fólk sem býr í myrki telur þetta framfaraspor!

Skildu eftir skilaboð