Um 50 Íslendingar fara á loftslagsbreytingaráðstefnu í Egyptalandi

frettinLoftslagsmál1 Comment

 Tuttugasta og sjöundi aðildarríkjafundur Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna (COP27) stendur yfir 6.-18. nóvember í Sharm El Sheikh í Egyptalandi. Þar mun Svandís Svavarsdóttir ráðherra ávarpa ráðherrafund og taka þátt í hliðarviðburðum. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra átti að fara en fékk ekki ferðaleyfi hjá lækni vegna fótbrots.

Sendinefnd Íslands er skipuð 17 fulltrúum og auk hennar sækja þingmenn og fulltrúar frá félagasamtökum og fyrirtækjum viðburði sem tengjast loftslagsráðstefnunni beint eða óbeint, en um 50 þátttakendur frá Íslandi eru skráð á COP27 og tengda viðburði. Áætlað er að í kringum 20 þúsund manns taki þátt í loftslagsráðstefnunni og tengdum viðburðum í Sharm El Sheikh.

Ísland styður nú í fyrsta sinn Aðlögunarsjóðinn með framlögum sínum og eins hafa framlög til Græna loftslagssjóðsins verið aukin. Ísland á nú varamann í stjórn sjóðsins og getur því betur fylgst með og haft áhrif á ákvarðanatökur innan sjóðsins.

Auk hinnar formlegu sendinefndar sækja þingmenn og fulltrúar frá félagasamtökum og fyrirtækjum viðburði sem tengjast loftslagsráðstefnunni beint eða óbeint, en um 50 þátttakendur frá Íslandi eru skráð á COP27 og tengda viðburði. Áætlað er að í kringum 20 þúsund manns taki þátt í loftslagsráðstefnunni og tengdum viðburðum í Sharm El Sheikh.

Nánari upplýsingar um fundinn má finna á heimasíðu COP 27.

Fréttatilkynning Stjórnarráðsins.

One Comment on “Um 50 Íslendingar fara á loftslagsbreytingaráðstefnu í Egyptalandi”

  1. Það hlýtur að vera nokkuð öruggt að þessi 40- 50 manna hópur sem farinn er frá Íslandi til Egyptalands ,hafi ferðast yfir hafið með seglskipi og svo trúlega síðasta spölinn með úlföldum eða jafnvel fótgangandi, tel að það sama gyldi um aðra ráðstefnugesti, þvílík sýndarmennska og prump, jafnvel enn hálvitalegra en ónefndur landsfundur… 🙂

Skildu eftir skilaboð