Fordæmisgefandi dómur í kynmisræmismálum

frettinEldur Deville, TransmálLeave a Comment

Eldur Deville skrifar:

Landsréttur sýknaði verslunareiganda af kröfu fyrrverandi starfsmanns um greiðslu launa í leyfi sem hann sótti um vegna brjóstnámsaðgerðar. Starfsmaðurinn er kona sem skilgreinir sjálfa sig sem transkarl og ætlaði í aðgerðina til þess að breyta kyneinkennum sínum.

Viðkomandi starfsmaður óskaði eftir tveggja mánaða veikindaleyfi í janúar árð 2020. Verslunareigandinn féllst ekki á að greiða laun vegna þessa, en samþykkti að veita starfsmanninum launalaust frí. Honum var hinsvegar sagt upp áður en leyfið átti að hefjast. Starfsmaðurinn stefndi svo verslunareigandanum og fór fram á greiðslu launa í samræmi við kjarasamningsbundinn veikindarétt.

Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að kynmisræmi teldist ekki vera sjúkdómur og því væru ekki forsendur fyrir veikindaleyfi. Þannig sneri Landréttur við niðurstöðu Hérðasdóms Reykjavíkur sem tók undir með starfsmanninum. Landréttur vísaði í Lög um kynrænt sjálfræði frá árinu 2019.

Síðan þau tóku gildi er ekki hægt að líta svo á að kynmisræmi sé sjúkdómur. Þessi dómur hlýtur því að hafa fordæmisgildi. Lyfjagjafir og skurðlækningar fólks með kynmisræmi eru þá kosmetískar lýtaaðgerðir, en ekki bráðnauðsynlegar og lífsbjargandi eins og áður hefur verið haldið fram af transaktivístum. Transaktívistar sjálfir sömdu lögin sem Landsréttur vitnar í dómi

Skildu eftir skilaboð