Bjarni Ben endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins

frettinStjórnmálLeave a Comment

Bjarni Benediktsson var endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins. Hann fékk 1.010 atkvæði, rúm 59% greiddra atkvæða, en Guðlaugur Þór fékk 687 atkvæði eða um 40% greiddra atkvæða.

Framundan er kjör varaformanns og einnig ritara. Aðeins einn hefur lýst yfir framboði, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra en þrír vilja ritaraembættið; Bryndís Haraldsdóttir og Vilhjálmur Árnason, þingmenn, og Helgi Áss Grétarsson varaborgarfulltrúi.

Vil­hjálm­ur Árna­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, var kjör­inn rit­ari flokks­ins rétt í þessu eft­ir aðra um­ferð kosn­inga í rit­ara­embættið á lands­fundi.

Vil­hjálm­ur bar þá sig­ur úr být­um gegn Bryn­dísi Har­alds­dótt­ur, rit­ara þing­flokks­ins, í ein­vígi en Helgi Áss Grét­ars­son vara­borg­ar­full­trúi var úti­lokaður eft­ir fyrstu um­ferð kosn­inga þar sem hann hafði fengið fæst at­kvæði.

Alls greiddu 937 at­kvæði í seinni um­ferðinni en þar af voru 924 at­kvæði gild. Vil­hjálm­ur hlaut 538 at­kvæði en Bryn­dís hlaut 386 at­kvæði. Lýsti Krist­ín Edwald, formaður kjör­nefnd­ar, því Vil­hjálm sem rétt­kjör­inn rit­ara Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Skildu eftir skilaboð