Orkuhliðið 11:11

frettinGuðrún Bergmann, StjörnuspekiLeave a Comment

Guðrún Bergmann skrifar:

Framundan er öflug og umbreytingarsöm vika, kannski ein sú magnaðasta í lífi okkar. Á morgun er almyrkvi á Tungli, en þegar myrkvinn hefur gengið yfir megum við vænta þess að LJÓSIÐ frá Tunglinu lýsi upp ýmislegt, sem okkur hefur verið hulið hingað til.

Það er vegna þess að LJÓSINU eftir almyrkva fylgja gjarnan miklar uppljóstranir um löngu grafin leyndarmál, svo og upplýsingar um svik og ýmis konar baktjaldamakk. Þegar slíkt kemur fram, fyllist fólk gjarnan efa fyrst og trúir hvorki því sem það er að heyra né sjá, en þegar það gerir sér grein fyrir sannleiknaum, má búast við að í kjölfarið fylgi mikil reiði.

Almyrkvum fylgja gjarnan varanleg endalok og í þessu tilviki eru þau líkleg til að snúa að ýmsum kerfum í samfélögum heims, meðal annars fjármálakerfum og stjórnmálakerfum. Ýmsar umbreytingar gætu einnig orðið í stórum alþjóðastofnunum, því við erum á leið inn í alveg nýtt tímabil hjá mannkyninu.

GILDI HJARTANS

Almyrkvinn á þessu fulla Tungli hefur líka á sér aðra hlið. Tunglið tengist undirvitund okkar og umskiptin sem fylgja orku þess veita okkur tækifæri til aukinnar vitundarvakningar og skilnings á því hversu mikilvægt það er að fylla vitund okkar kærleiksorku og lifa í samræmi við þau gildi sem hjartað setur.

Við búum öll yfir meiri krafti og orku en flest okkar eru meðvituð um. Við eigum möguleika á að opna enn frekar fyrir alla þessa duldu krafta eða hæfileika okkar í kringum þennan almyrkva á Tungli og vinna í framhaldi af því, að betri framtíð fyrir okkur sjálf og aðra sem í kringum okkur eru. Sjá nánar í bók minni LEIÐ HJARTANS.

FÖSTUDAGURINN LÍKA MAGNAÐUR

Ellefti nóvember hefur meðal þjóða sem voru aðilar að fyrri heimstyrjöldinni verið haldinn hátíðlegur til að minnast látinna hermanna, en við endalok hennar var talað um að ekki yrðu fleiri stríð háð. Því miður hefur það ekki gengið eftir en hugsanlega erum við þó núna að sjá fyrir endann á slíku.

Verslunar- og viðskiptaheimurinn hefur reyndar á síðustu árum breytt honum í dag einhleypra, enda þeir sem ungir eru löngu búnir að gleyma því að einhvern tímann hafið verið háð heimstyrjöldin fyrri.

11:11 markar hins vegar eitt af mörgum andlegum orkuhliðum okkar á þessu ári 2022. Þá opnast okkur tækifæri til að halda inn á svið aukinnar vitundar um þá krafta sem innra með okkur búa. Með því að raða tölum dagsins upp með ártalinu líka fáum við út 11:11:22 en það eru mjög öflugar umbreytingartölur.


Talan 11 er táknræn fyrir umbreytingu í vitund einstaklingsins, en talan 22 er táknræn fyrir vitundarvakningu heildarinnar. Ef við höldum aðeins áfram að leika okkur með þessar tölur, gætum við líka skoðað þær sem 22:22, en talan 22 er geymd í DNA-i okkar. Tíðni hennar kemur til með að örva hjá okkur þá minningu, að við séum brot af okkar Æðri mætti. Sá máttur er að skapa heiminn í gegnum okkur – og við erum því meðskapendur í því ferli að gera heiminn kærleiksríkari.

NÝR KAFLI Í SÖGU MANNKYNS

Kaosið sem við erum að upplifa í heiminum núna, er að veita okkur tækifæri til að fæða af okkur nýjan kafla í sögu mannkyns. Allt heilunarferli hefst þegar okkur tekst að vinda ofan af því ferli sem valdið hefur sjúkdómnum.

Við erum einmitt að vinda ofan af því í kringum þennan almyrkva á Tungli. Ýmsar lygar og blekkingar sem myndað hafa stór mein í samfélögum okkar og sogað úr þeim lífskraftinn um árabil eru að afhjúpast. Með auknu LJÓSI getur hið illa ekki lengur farið leynt með myrkaverk sín og þá hefst bataferlið og umbreytingin.

Tíðnin sem fylgir 22:22 orkunni er einn af mörgum þáttum sem eiga eftir að vísa okkur veginn til betri og bjartari samfélaga. Með því að stilla okkur inn á hana kemur þessi tíðni til með að vekja upp eitthvað djúpt innra með okkur, sem við getum umbreytt í geislandi og kröftuga orku. Hún mun hjálpa okkur að skapa bjartari og kærleiksríkari heim.

Skildu eftir skilaboð