Stór almyrkvi á tungli

frettinGuðrún Bergmann, StjörnuspekiLeave a Comment

Guðrún Bergmann skrifar:

STÓR ALMYRKVI Á TUNGLI

Almyrkvinn verður þann 8. nóvember kl. 11:01 fyrir hádegi á 16° í Nauti. Orkan í kringum hann er öflug, en Tunglið, eftir að almyrkvinn hefur gengið yfir, hefur tilhneigingu til að varpa ljósi sínu á hluti sem við höfðum ekki haft vitneskju um áður – og það á sérstaklega við um þennan almyrkva á Tungli.

Alltaf þegar Tunglið er fullt er það í 180° spennuafstöðu við Sólina. Þar sem Sólin er í Sporðdreka undirstrikar hún tengingu þessa almyrkva við leyndarmál eða það falda – og að við þurfum að fara í gegnum myrkrið, áður en við getum komist inn í LJÓSIÐ.

TÆPLEGA TVEGGJA TÍMA ALMYRKVI

Almyrkvinn sjálfur er frekar langur en hann stendur í 1 klukkustund og 45 mínútur. Frá því hlutamyrkvi byrjar og almyrkva og síðari hlutamyrkva lýkur líða um sex klukkustundir. Þessi almyrkvi er því mjög stór. Hægt er að finna ferli hans með því að smella á þennan hlekk – en myrkvinn fer yfir Norð-austur Evrópu, Asíu, Bretland, Ástralíu, Norður- og Suður-Ameríku og Suðurskautið.

Þótt almyrkvinn marki almennt endalok einhvers er hann samtímis að mynda rými fyrir nýtt upphaf, bæði fyrir okkur sem einstaklinga og eins fyrir heildina. Það er mikilvægt að hafa það hugfast, því frá því sjónarhorni séð er myrkvinn mjög jákvæður.

GÍFURLEGUR ÓHAGGANLEIKI

Gífurlegur óhagganleiki er í kortunum á þessum almyrkva, vegna þess að sex plánetur eru í stöðugum (óhagganlegum) merkjum. Um er að ræða Merkúr, Sól og Venus sem eru í Sporðdreka, en Sporðdrekinn er stöðugt merki – í 90° spennuafstöðu við Satúrnus í Vatnsbera, sem er stöðugt merki – og í 180° spennuafstöðu við Tunglið og Úranus í Nauti, en Nautið er stöðugt merki.

Öxulnóðan liggur líka milli Nauts og Sporðdreka sem eru stöðug merki. Þessi óhagganleiki myndar gríðarlega spenna í kortinu, því orkan á enga útgönguleið. Stöðugu merkin vilja halda þétt í orkuna og halda henni kyrri, svo hún umbreytist ekki.

MIKIL ÞENSLA OG SPENNA

Við þennan óhagganleika byggist upp mikil þensla í orkunni og til að létta á þeirri þenslu er líklegt að spennuafstaða á milli Satúrnusar og Úranusar komi við sögu. Hún er eitt klassískasta merkið um eldgos eða jarðskálfta, einkum og sér í lagi þegar þessar plánetur eru í stöðugum merkjum eins og þær eru núna. Þessi eldgos og jarðskjálftar þurfa ekki endilega að verða í Jörðinni, því þeir geta allt eins orðið í þjóðfélögum og í pólitíkinni, svo ekki sé nú minnst á fjármálaheiminn.

Ekki sakar að hafa líka í huga að öll þessi uppbygging á orku getur líka komið fram í skapferli og hegðun fólks. Orkan er svo öflug og það eru svo mikil vonbrigði og reiði hjá fólki víða um heim, svo eitthvað verður að gefa eftir – hvað sem það verður.

TÍMALÍNAN

Á kortinu hér að neðan sjáið þið hvenær hápunktur myrkvans verður – kl. 10:59:11 (eða 11:01) hér á landi – en hann mun því miður ekki sjást þá. Hins vegar gætum við, ef veður leyfir, séð upphaf hans kl. 08.02.15 eða hlutamyrkva hefjast kl. 09:09:12.

FJÁRMÁLIN OG LEYNDARMÁLIN

Myrkvinn á Tunglinu verður á 16° í Nauti í nákvæmri 180° spennuandstöðu við Sólina sem er á 16° í Sporðdreka. Nautið tengist bankamálum, auðæfum, gjaldmiðlum, svo og grundvallar öryggi okkar og trausti. Sporðdrekinn tengist líka fjármálum/efnahagsmálum, stórum fjárupphæðum sem oft eru faldar, stórum fjárfestingum, húsnæðislánum, lánum almennt, skuldum, eftirlaunum og fleiru slíku.

Sporðdrekinn er mjög tengdur kauphallarmörkuðum (lækkun þar hefur almennt verið um 25% og mörg erlend stórfyrirtæki í vanda) og völdum, svo og tilvistarlegum ótta sem getur verið svo stór og djúpur að erfitt er að skilgreina hann. Sporðdrekinn er líka tengdur hlutum sem eru neðanjarðar, svo og leyndarmálum um lævísi og óheiðarleika, vegna þess að honum er stjórnað af Plútó, sem vill kafa djúpt til að finna falda hluti og grafa upp alls konar leyndarmál.

ÚR MYRKRI Í LJÓS

Á vissan hátt er þessi almyrkvi á Tungli táknrænn fyrir það að við verðum að fara í gegnum myrkrið, til að sjá það áður en við getum komist inn í LJÓSIÐ. Reyndar má gera ráð fyrir að upp komi – vegna þess í hversu nákvæmri samstöðu Úranus er við Almyrkann á Tungli – óvæntir, sláandi og sjokkerandi atburðir eða eitthvað sem kemur öllum á óvart í kringum Almyrkvann.

Spennan á milli Tungls (Naut) og Sólar (Sporðdreki) getur líka verið táknræn fyrir innri þörf heildarinnar til að losna undan flóknum og margslungnum leyndarmálum sem falin hafa verið í Sporðdrekaorkunna og komast yfir í einfaldleika Nautsins. Því fylgir mun einfaldari og Jarðtengdari orka, sem leyfir okkur að upplifa tengingu við náttúruna á heilandi hátt.

KOSNINGADAGUR Í USA

Hinn 8. nóvember er kosningadagur í Bandaríkjunum. Vegna spennunnar í afstöðu plánetanna er ólíklegt að kosningarnar gangi slétt og fellt fyrir sig. Ekki er ljóst hvað mun gerast, þar sem stjörnuspekin sýnir manni aldrei atburðarásina, heldur bara líkindin fyrir henni. Því verður áhugavert að sjá hverju fram vindur, en líkurnar á óvæntum uppákomum eru mjög miklar.

Úranus vill halda fram á við inn í framtíðina, en Satúrnus er að hindra þá framgöngu og gera kröfu um að hlutirnir gerist ekki svona hratt. Það gefur til kynna að reynt sé að hindra það að djúpt grafin leyndarmál komist upp á yfirborðið. Þessi hlið orkunnar gæti líka birtst í samskiptum einstaklinga, því spennan í þessu korti Almyrkvans er alveg ótrúleg.

JÚPITER Á ÖXLI ALHEIMSINS

Á þessum almyrkva á Tungli er Júpiter er á Öxli Alheimsins, því hann er bara ¾ úr gráðu frá því að vera á 0° í Hrút. Þessi öxull markast af  0° í Kardinála merkjunum, sem eru Hrútur, Krabbi, Vog og Steingeit og næstu 2° sitt hvorum megin við hana. Lendi plánetur þar, teljast þær vera á Öxli Alheimsins eða sviði heimsins.

Því eru líkur á að allt það sem koma mun upp á yfirborðið á næstunni komi til með að verða stórt og áberandi á sviði heimsins – eða um allan heim – væntanlega alls konar upplýsingar og óvæntir atburðir eða áföll – svo það verður nóg um að vera!

VARANLEGAN BREYTINGAR

Mörg mál í heiminum í dag eru að ná hápunkti samtímis og myrkvar, einkum almyrkvar á Tungli geta haft í för með sér varanlegar breytingar. Sólmyrkvinn sem varð þann 25. október var í afstöðu við mikilvæga punkta í kortum nokkurra þjóða og stórra samtaka.

Hann var til dæmis í nákvæmri samstöðu við IC eða undurstöðuna í korti Evrópusambandsins, sem tengist náttúruauðæfum landanna og forystu sambandsins. Sólmyrkvinn var líka í samstöðu við Sólina í korti Sameinuðu þjóðanna og rísinguna í korti NATO. Allt eru þetta risastór samtök.

Þessi Almyrkvi á Tungli er í samstöðu við Tunglið í korti Federal Reserve (Seðlabanka Bandaríkjanna), og Tunglið stýrir kortinu. Hann fellur líka á þá plánetu sem stýrir miðhimninum í korti Bidens forseta USA, en miðhimininn tengist starfsframa, orðspori og stöðu í heiminum.

EKKI GERIST ALLT Í EINU

Ekki vænta þess að allt sem getur gerst gerist daginn sem Almyrkvinn verður, því þótt orkan sé mikil þá – er mikilvægt að muna að áhrifa hennar gætir næstu sex mánuði. Engu að síður er áríðandi að hafa í huga að 8. nóvember er mikilvægur dagur fyrir Bandaríkin. Líklegt er að  hvað sem kann að gerast þar, komi til með að fara eins og alda um aðra hluta heimsins á einn eða annan máta.

Því má búast við miklu drama í heiminum, en mikilvægt er að reyna að halda sig utan við kaosið eða óreiðuna. Forðast að láta tilfinningar eins og ótta, panikk eða reiði ná yfirtökunum, því með því erum við að magna upp neikvæða orku.

Við erum á leið í gegnum umbreytingarferli þar sem innri ró og kærleiksorka þarf að vísa okkur veginn, en um það má lesa nánar í bók minni LEIÐ HJARTANS.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð, deildu henni þá endilega með öðrum.

Skildu eftir skilaboð