Brynjar Níelsson fyrrverandi alþingismaður, er þekktur fyrir sína beittu og góðu pistla en hann skrifar í dag á facebooksíðu sinni að það sé merkilegur andskoti að skattgreiðendur pungi út fimm milljörðum á hverju ári til aktivista í Efstaleitinu sem að vinna ötulega að því að grafa undan mikilvægustu stofnunum ríkisins og jafnvel fyrirtækjum sem eru þeim ekki þóknanleg. „Þykjast svo vera í almannaþágu og veita stjórnvöldum aðhald. Þeir sem fara bara eftir lögum þegar þeim sýnist og geta ekki farið eftir eigin siðareglum eru ekki réttu mennirnir til þess að veita öðrum aðhald, segir Brynjar og heldur svo áfram:
„Nú eru fleiri aktivistagrúppur á framfæri skattgreiðenda, svo sem eins og Landvernd, Stígamót og mörg önnur pólitísk félög. Meira að segja er búið að breyta Rauða Krossininum í pólitískan aktivistahóp. Öfugt við aktivistanna í Efstaleitinu og Transparency International eru flestir hinir aktivistarnir hugsanlega að gera eitthvert gagn fyrir samfélagið þannig að hægt er að réttlæta einhverjar greiðslur úr ríkissjóði. Og svo til að bæta gráu ofan á svart greiða skattgreiðendur mörg hundruð milljónir til stjórnmálaflokka sem komast ekki einu sinni á þing og áróðurmaskína sem kalla sig fjölmiðla. Er ekki rétt að skattgreiðendur láti í sér heyra.“
Mótmæli af minna tilefni hafa verið á Austurvelli!
Færsluna má sjá hér neðar: