Sigurvegarinn og Donald Trump

frettinJón Magnússon, Pistlar5 Comments

Eftir Jón Magnússon:

Ríkisstjóri Flórída Ron DeSantis var sá Repúblikani, sem jók fylgi sitt mest í nýliðnum kosningum. Lengi hefur verið mjótt á mununum milli Repúblikana og Demókrata í Flórída, en ekki lengur.

DeSantis er baráttumaður fyrir frelsi. Í Kóvídinu, var frelsið haft að leiðarljósi, en skírskotað til almennings að gæta sín. Það skilað betri árangri innilokanir, höft, boð og bönn. 

DeSantis hefur tekið stórfyrirtækin á löpp þegar þess hefur þurft og hafnað því að samtökin 78 önnuðust kynfræðslu í skólum svo fátt eitt sé nefnt.

Margir Repúblíkanar segja, að ný pólitísk stjarna sé fædd.

Að öðru leyti voru kosningarnar vonbrigði fyrir Repúblíkana. Frambjóðendur, sem standa næst Donald Trump,vegnaði sérlega illa. Margir segja því að tími Trump sé liðinn. 

Trump kennir öllum öðrum en sjálfum sér um úrslitin og er búinn að uppnefna DeSantis og segist vita meira um hann en konan hans og segist ætla að opinbera það. Greinilegt að Donald Trump telur hann ógna sér og getur ekki í sjálfselsku sinni horft til þess hvor þeirra sé líklegri til að sigra Demókrata í næstu kosningum. Miðað við úrslitin er það DeSantis en ekki Trump.

5 Comments on “Sigurvegarinn og Donald Trump”

 1. jæja eru þið kominn í samsæriskenningarnar núna og útaf þessu…. afgerandi sigur repúblika og ekkert annað nema það hafi verið svindl eins og í síðustu kosningum

 2. Áhugavert … Trump studdi DeSantis 2018 sem skipti sköpum fyrir hann. Megan Kelly fréttakona telur að DeSantis eigi ekki sjens í Trump fari hann fram … 219 frambjóðendur sem Trump studdi voru kjörnir … 16 náðu ekki kjöri. Trump er skapari MAGA hreyfingarinnar & ekkert lát er á vinsældum hans. Falsmiðlar eru að reyna draga úr kosningasigri repúblikana en allt bendir til að þeir vinni báðar deildir. Það er dregið á langinn að birta úrslit í AZ … ‘bilanir’ í Dominium maskínum þar sem voru langar raðir repúblikana … margir snér frá.

 3. Hver veit nema Trump komi öllum á óvart með að bjóða sig ekki fram heldur lýsa yfir trausti á DeSantis.

 4. Trump er að sjálfsögðu rétti maðurinn!
  Annað er BULL!!
  STÓRKOSTLEGUR LEIÐTOGI!

 5. Ég segi nú ekki að Trump sé stórkostlegur leiðtogi;)
  enn fjandinn hafi það, heiminum stafar mun minni hætta af honum enn Joe Biden!

  Þegar fólk er farið að kalla eftir að Trump verði forseti BNA hlýtur úrvalið þar ekki vera gott.

  Bandaríkin þurfa svo heldur betur að taka til í bakgarðinum hjá sér og hætta þessum einræðisherra tilburðum sýnum gagnvart öðrum löndum.

Skildu eftir skilaboð