Hvenær hættir venjulegt fólk að geta ferðast?

frettinGeir Ágústsson, Pistlar3 Comments

Eftir Geir Ágústsson:

Októbermánuður var metmánuður þegar horft er til brottfara Íslendinga frá landinu. Samkvæmt tölum Ferðamálastofu fóru um 72 þúsund Íslendingar af landi brott í október og hafa utanlandsferðir landsmanna aldrei verið fleiri í einum mánuði.

Sumir gleðjast þegar þeir lesa svona fréttir. Vinir og vandamenn þvert á landamæri eru að hittast. Fjölskyldur að skreppa í frí og slappa af saman. Unnendur náttúru eða stórborga að sækja sér upplifun. Viðskiptaaðilar að tengjast með handabandi. Frábært, ekki satt?

Nei, segja sumir. Öll þessi ferðalög eru að leiða til mikillar losunar á koltvísýringi og gjörbreyta loftslaginu til hins verra (alltaf til hins verra, sama hvaða breytingar menn nefna). Þetta gengur ekki! Það þarf að skattleggja svona losun! Það þarf að draga úr möguleikum venjulegs fólks til að ferðast!

En hvað með óvenjulegt fólk? Það á auðvitað að fá að ferðast, til dæmis á loftslagsráðstefnur þar sem það drekkur úr sér allt vit og borðar þykkar steikur á kostnað skattgreiðenda.

Það er bara spurning um tíma þar til óvenjulega fólkið finnur leiðir til að halda venjulegu fólki á jörðinni og frá því að ferðast. Skattar verða lagðir á flugmiða og eldsneyti sem gera flugmiða óaðgengilega. Slíkt dregur úr framboði og samkeppni sem mun leiða til enn frekari verðhækkana. Flugferðir verða eitthvað sem fjölskyldur geta ekki leyft sér nema á nokkura ára fresti.

Og allt þetta mun fyrr en þú heldur.

Vittu til.

3 Comments on “Hvenær hættir venjulegt fólk að geta ferðast?”

  1. Ferðalög í framtíðinni verða aðeins í boði fyrir ríkt fólk sem á sama tíma predika yfir almenningi um hættuna af loftslagshlýnun af völdum mengunar! Eða eins og ríki maðurinn sagði, ´Gerðu eins og ég segi en ekki eins og ég geri´.

  2. Sammála Brynjólfi… tel að þetta gæti farið að gerast fljótlega á næstu árum .. að sjálfsögðu mun miðaverð hækka fyrst og svo mun framboð minnka.. Venjulegt fólk ætti að fara að skoða eitthvað annað en þessa main stream media þá gæti það kannski séð hvað er framundan.

  3. Satan er með svartan húmor. Fyrst byrjaði hann að tala um hlýnun jarðar og eiturgufur frá vélum. Nú er það loftslagsbreytingar af völdum alls sem hreyfist. Brandarinn er náttúrulega fáránlegur, þar til fólk er orðið svo heimskt að það trúir honum. Satan hefur náttúrulega vopn í hendi, sem gerir honum kleift að framleiða storma og rigningu. Það er t.d. allt fullt af einhverskonar rafmagns möstrum nærri Kirkjubæjarklaustri, sem eru sennilega til þess að framkvæma einhverja galdra með veðrið.
    Allt fullt af möstrum, í fjölda ára og ég hef aldrei séð eða heyrt talað um þau!!!!!!?????!!!!!og ef maður nefnir þau þá rangkvolfa sauðirnir í sér augunum.

Skildu eftir skilaboð