Má nú upphefja nazisma?

frettinIngibjörg Gísladóttir, PistlarLeave a Comment

Hinn 4. nóvember höfnuðu Vesturlandaþjóðir (nema Sviss) því að berjast gegn upphafningu nazisma og ný-nazisma. Rússar höfðu lagt tillögu sína fram á síðasta ári og þá voru það aðeins Bandaríkin og Úkraína sem höfnuðu henni en nú voru það 52 þjóðir. Tillagan hljóðaði svo á allsherjarþingi SÞ: „Berjast skal gegn upphafningu nazisma, ný-nazisma og annarri hugmyndafræði er kyndir undir rasisma nútímans, mismunun kynþátta, útlendingahatri og skyldu óumburðarlyndi.“ 105 þjóðir samþykktu, Ísrael var ein þeirra;15 sátu hjá, þar á meðal Tyrkir og Svisslendingar en við vorum í þeim hópi er hafnaði henni. Rökstuðningur Breta var að Rússar væru að nýta sér illvirki nazista og gera sér vopn úr Helförinni en Bandaríkjamenn vildu meina að þessi barátta Rússa græfi undan baráttu gegn alvöru ný-nazisma. Hvort við gerðum einhverjar athugasemdir eða fylgdum bara hjörðinni umhugsunarlaust er ekki ljóst.
Ný-nazismi grasserar í Úkraínu

Roman Shukhevych

En hvar í heiminum grasserar ný-nazismi ef ekki í Úkraínu? Öll stórblöð heims voru á þeirri línu þangað til á þessu ári. Hin alræmda Azov hersveit breytti merki sínu en á myndefni er berst frá Úkraínu má iðulega sjá táknum nazista bregða fyrir. Fyrr á þessu ári dreifði NATO til dæmis mynd af úkraínskum hermanni sem bar svörtu sólina nazistanna á búningi sínum og í þessum mánuði sást úkraínskur hermaður á leið til Kherson skreyta sig með tákni hinnar illræmdu Dirlewanger hersveitar sem var þekkt fyrir illvirki sín í Varsjá, meðal annars fjöldamorðin í Wola hverfinu þar sem milli 40-50.000 almennir borgarar voru drepnir. Fjölmargar styttur til heiðurs Stepan Bandera, sem var samverkamaður nazista, standa í Úkraínu og götunöfn til heiðurs honum má sjá þar víða. Roman Shukhevych er önnur frelsishetja Úkraínu en hann var leiðtogi einnar ógnarsveitar nazista sem tók þátt í Galicia-Volhynia fjöldadrápinu á um 100.000 Pólverjum. Mynd af honum má líta á frímerkjum og myntum.

Fólk neytt til að taka tilraunalyf

Vissulega eru Rússar að gera sér vopn úr Helförinni með því að ýja að því að rasismi gegn gyðingum sé sama eðlis og rasismi gegn Rússum. Gera skal Donbass Russenrein, það er yfirlýst stefna Úkraínustjórnar sem ESB vill bjóða í sínar raðir þrátt fyrir að viðurkennt sé að Úkraína sé spilltasta land Evrópu (nr. 122 á heimsvísu skv. transparency.org). Allt daður við nazisma er mjög óæskilegt, það getur valdið niðurbroti almenns siðgæðis og mannréttinda. Margar þjóðir neyddu þegna sína til að þiggja tilraunalyf gegn C-19  þrátt fyrir alþjóðasamninga sem bönnuðu slíkt (arfleifð Mengele). Í Bretlandi segir Daily Mail að gefin hafi verið fyrirmæli um að endurlífga ekki geðsjúka og þroskaskerta kóvidsjúklinga og vísað er í skýrslu um að 508 íbúar dvalarheimila hefðu fengið slíka skráningu án eigin vitundar á kóvídtímanum.

Heyrst hafa ásakanir um að stjórnvöld, sums staðar hafi notað C-19 til að fækka gamalmennum og sjúklingum. Í New York var Andrew Cuomo ásakaður um að hafa látið flytja kóvidsýkta á hjúkrunarheimilin og í Bretlandi voru stjórnvöld ásökuð um að flýta fyrir kóvidsjúklingum með Midazolam og morfíni - efnum sem slæva öndunarstöðvar í heila. Sögur um að tiltölulega frískt fólk hafi verið sett á líknandi meðferð til að losna við það hafa líka borist þaðan og einnig sögur af fólki sem var haldið á sjúkrahúsum gegn vilja sínum. Ein slík vakti dálitla athygli því þar var um að ræða gamlan aktivista sem hafði síðast verið handtekinn ári fyrir lát sitt við að krefjast þess að Julian Assange yrði látinn laus. Eric Levy hafði dottið heima hjá sér og fór á sjúkrahús til skoðunar vegna möguleika á að hann hefði fengið heilahristing en fékk ekki að fara heim aftur. Vinir hans mótmæltu fyrir framan sjúkrahúsið og hringdu þangað stanslaust. Þeim var lofað að hann yrði útskrifaður en honum var haldið rúmföstum og lyfjuðum þar til yfir lauk.

Íslensk stjórnvöld eru óttalegir taglhnýtingar, bæði Bandaríkjastjórnar/NATO, WHO, SÞ og ESB. Eigum við ekki kröfu til að stjórnmálamenn okkar og embættismenn hugsi sjálfstætt og um það sem okkur sem þjóð er fyrir bestu?

Skildu eftir skilaboð