Páll skipstjóri segir RÚV brjóta fjölmiðlalög og siðareglur

frettinFjölmiðlarLeave a Comment

Páll Steingrimsson skipstjóri, segir á fésbókarsíðu sinni að RÚV sýni af sér algera hlutdrægni sem brýtur þar með fjölmiðlalög og siðareglur ríkisfjölmiðilsins um hlutleysi.

Páll segir að honum finnist kostulegt að sjá Sig­ríði Dögg formann blaðamannafélagsins og spyril í Kastljósi, væna einhvern um að þora ekki að mæta einhverjum í þætti hjá sér, „ég er nefnilega tvisvar sinnum búinn að bjóðast til að mæta upp í Efstaleiti og ræða símamálið, en þá er allt í einu enginn áhugi á að ræða við brotaþola, en sakborningum er gefinn ómældur tími fyrir drottingaviðtöl... þar sem þeir fá að ljúga óáreittir,“ segir Páll.

Páll birtir svo eftirfarandi tölvupóst sem hann sendi á stofnunina með færslunni:

Hér neðar má svo sjá fjölmiðlalögin sem ríkisfjölmiðilinn brýtur og/eða hunsar að öllu leiti, því enginn áhugi er fyrir að heyra hlið brotaþolans í málinu og þar með ekki hægt að halda fram hlutleysi.

26. gr. Lýðræðislegar grundvallarreglur.
Fjölmiðlaveita skal í starfi sínu halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og standa vörð um tjáningarfrelsi. [Hún skal virða mannréttindi og jafnrétti, og einnig friðhelgi einkalífs nema lýðræðishlutverk fjölmiðlaveitu og upplýsingaréttur almennings krefjist annars.] 1)Fjölmiðlaveita skal gæta þess að uppfylla kröfur um hlutlægni og nákvæmni [í fréttum og fréttatengdu efni] 1) og gæta þess að mismunandi sjónarmið komi fram, jafnt karla sem kvenna.

Þá er einnig að finna upplýsingar um stefnu RÚV sem stofnunin virðist einnig hunsa og má sjá hér neðar:

Fréttastofa RÚV nýtur almenns trausts sem áreiðanlegur fréttamiðill. Fréttamönnum ber að kappkosta í störfum sínum að viðhalda þessu trausti. Nákvæmni, hlutlægni og heiðarleiki í starfi eru nokkrar forsendur þess að fréttastofan og þættir á vegum hennar haldi trausti og virðingu almennings.

Skildu eftir skilaboð