Eftir Arnar Sverrisson:
Emanuel Karlsten skrifar í Göteborgsposten 17. þessa mánaðar: „Fyrst komu FRA-lögin, en þú tókst því með þegjandi þögninni, því þú varst með hreint mjöl í pokahorninu.“
FRA er Försvarets radioanstalt eða Fjarskiptaeftirlits- og netöryggisstofnun sænska Varnarmálaráðuneytisins, sem nú hefur fengið vald til að gaumgæfa boðskipti almennra borgara.
„Stefan Löfven, fyrrverandi forsætisráðherra, lagði fram frumvarp árið 2021, þess efnis, að umfjöllun um afbrot annarra ríka væri glæpsamlegt. Alla vega, ef Svíar ættu samvinnu við þau. Þjóðþingið (Ríkisdagurinn) samþykkti frumvarpið í apríl 2021. En þar eð frumvarpið laut að stjórnarskránni, þyrfti að halda nýjar, almennar kosningar, svo nýtt þing gæti staðfest fyrri atkvæðagreiðslu.
Síðasta miðvikudag kl. 16:00 kom reiðarslagið: Alþingi (Ríkisdagurinn] hefur nú gert endanlegar breytingar á tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar.“