Ríkislögmaður staðhæfir að hægt sé að skrifa út Ívermektín fyrir COVID-19 þar sem lyfið hefur fengið markaðsleyfi

frettinHeilbrigðismál4 Comments

Guðmundur Karl Snæbjörnsson heimilislæknir (Kalli Snæ), sendi frá sér tilkynningu í dag á fésbókavegg sínum, þess efnis að nú sé hann byrjaður að skrifa upp á ívermektín skv. lögbindandi lögskýringum ríkislögmanns.  Kalli Snæ segist bæði skrifa lyfseðlana í gegnum Lyfjagáttina og einnig gefur hann út sérhannaða lyfseðla sbr. meðfylgjandi mynd (sjá neðar).

Kalli Snæ gerir hinsvegar athugasemdir við það hversu gríðarlega dýrt lyfið er í apóteki, en skammturinn fyrir Covid kostar á bilinu 108.000 - 378.000 kr., fer eftir alvarleika veikindanna, og því ljóst sað lyfið sé einungis ætlað efnameira fólki og segir að slíkt verðlag gangi ekki upp fyrir hinn almenna notanda.

Tilkynning Kalla Snæ í heild sinni:

RÉTTUR LÖGSKILNINGUR RÍKISLÖGMANNS EÐA EKKI?

Ríkislögmaður, fyrir Héraðsdómi 10. nóv 2022, staðhæfir að hægt sé að skrifa út lyfseðla fyrir COVID-19 aka veirunni SARS-CoV-2 þar sem lyfið hefur fengið markaðsleyfi samkvæmt lögvörðum hagsmunum stefnanda (þessum hér), því sé dómsúrskurður Héraðsdóms í raun óþarfur!

Hef sent heilbrigðisráðherra bréf um staðhæfingu ríkislögmanns og farið fram á að læknum landsins verði þegar í stað tilkynnt um þessar lögskýringar ríkislögmanns sem staðhæft hefur verið fyrir dómi Héraðsdóms. Einnig tekið fram í fyrrnefndu bréfi til ráðherra (fyrra innlegg) að hvorki Lyfjastofnun né Landlæknir geti komið i veg fyrir slíkt.

Því er ég byrjaður að skrifa upp á lyfseðla á Ivermectin skv. lögbindandi lögskýringum ríkislögmanns, bæði vía Lyfjagáttina og svo sérhönnuðum lyfseðlum mínum sbr meðfylgjandi mynd. Auðvitað er nafn og kennitala á þessum lyfseðli tilbúið, né ekki ekta kennitala þó hluti af phi (golden rule), en ekki raunveruleg kennitala neins.

Á lyfseðlinum er gengið út frá 90 kg einstaklingi, bæði með og án fylgikvilla, sem eðlilega getur þurft að taka tillit til. Nefni dæmi til skýringar og gengið út frá því lyfi sem er komið með markaðsleyfið:

    Jón Jónsson þarf að nota lyfið skv:
▪️fyrirbyggjandi : 9 töflur/viku (27 þús), eða per mánuð 108 þús á mánuði
▪️meðalslæmum veikindum í viku sem meðferðin kostar í 7 daga kr 252 þúsund
▪️slæmum veikindum eða ef hefur alvarlega fylgikvilla þá er kostnaðurinn 378 þúsund per viku

Hvort heldur þetta verður 252 þús. eða 378 þús. þá ætti að vera ljóst að slíkt gengur ekki upp fyrir hinn almenna notanda, nema lyfið væri niðurgreitt af sjúkratryggingum í landinu.

VERÐIÐ = AD HOC BANN Á LYFINU GEGN COVID-19 - Því má breyta

Verðlagningin þýðir í raun AD HOC BANN á notkun lyfsins jafnvel þó markaðsleyfi sé fengið fyrir kláðamaur og ormum skv. sérlyfjaskránni. Einnig ber að athuga að þegar ég sótti um undanþágu fyrir lyfið gegn COVID á sínum tíma þá var lyfið þegar á undanþágulyfjalista Lyfjastofnunar, en fyrir öðrum ábendingum.

En ATH ber að lögskýring ríkislögmanns fyrir héraðsdómi þýðir að leyfið fær skv. lögum, þá ræður lögskýrandi staðhæfing yfir þeim sbr. fyrra bréf til ráðherra.

LYFSEÐLAR GEGN COVID-19/SARS-COV-2

Er því byrjaður að skrifa út lyfseðla, verður skrifað upp á lyfið fyrir um 10 manns, eða fleiri ef fleiri bjóða sig fram. Skilyrðið er að ein pakkning (4 töflur, kr 12 þús.) verði leyst út og kvittun lyfsins send til mín.

Ætlunin að senda afrit lyfseðlanna og kvittanir fyrir lyfinu til fyrrgreindra stofnana sem nefndum í erindi bréfs til ráherra til frekari upplýsingar, Lyfjastofnun, Landlækni og Heilbrigðisráðherra og síðan til dómara héraðsdóms ef um meinbugi væri að ræða á staðhæfingu ríkislögmanns með lögbindand hætti eins og sagði að ofan og í erindinu til Heilbrigðisráðherra.
Dómur eða niðurstaða dómara er að vænta innan mánaðar frá málfflutningi 10.nóv. síðasltliðnum, því er mikilvægt að látið sé á þetta reyna áður en dómur er kveðinn upp.

4 Comments on “Ríkislögmaður staðhæfir að hægt sé að skrifa út Ívermektín fyrir COVID-19 þar sem lyfið hefur fengið markaðsleyfi”

 1. Èg skammast mín fyrir meirihluta mannkyns.

  Að Ivermectin sé ekki selt nú þegar í lausasölu er einungis mögulegt vegna aumingjaskapar, leti, heimsku og taumlausrar græðgi.

  Græðgi elítunnar með aðstoð gráðugrar böðlastèttar sem kallaðir eru læknar.

  Heimska almennings sem þjáist ýmist af einfeldni og/eða leti og nenna ekki að temja sér gagnrýna hugsun og láta mata sig einhliða áóðri spilltra fjölmiðla. Fjölmiðla spilltum af peningum og/eða hugmyndafræði sem olli dauða minnst 200 milljóna manna á síðustu öld.

  Guð hjálpi okkur úr þessum hræðilegu ógöngum.

 2. Vonandi er þetta rétt að fólk géti verslað sér þetta lif gegn lifseðli,, en verðið þarf að fara niður til að fólk hafi efni á þessu,,að mínu mati er beinlýnis verðið að koma í veg fyrir að fólk géti verslað sér þetta lif vegna mjög hárra verðlagningu….

 3. Hvað þá með ódýrari innflutning á þessu lyfi með skírskotun til þessa álits Ríkislögmanns:

  Er ekki hægt að láta reyna á það líka ?

 4. Það væri náttúrulega óskastaða að það yrði látið á það reina að fá ódýrari innfluttning á þessu lyfi og vonandi verður það þannig…….

Skildu eftir skilaboð