Í síðustu viku gerðust þau undur á annars tíðindalausri eyju, að 27 grímuklæddir menn ruddust niður í kjallara á öldurhúsi, og stungu þar pilta þrjá. Ekki er ástæða til að gera lítið úr svo alvarlegum glæpum á almannafæri. Við nífalt ofurefli var að etja og um hættulega, vopnaða líkamsárás var að ræða. Seint verða sungnir hetjusöngvar um árásarmennina.
Fórnarlömbin sluppu með skrekkinn, en þeir hlutu stungur í vöðva, svo sem rasskinn og læri - er haft eftir einu fórnarlambanna, sem sjálfur er furðu lostinn yfir atvikinu.
Fjölmiðlarnir, sem fyrir skömmu síðan skömmuðust yfir grímuleysi, flytja nú stöðugan grímulausan hræðsluáróður fyrir hertri löggæslu, forvirkum rannsóknarheimildum og vopnaburði lögreglunnar. Múgsefjunar í anda loftslags-, farsóttar- og bóluefnismála er að vænta, eins og alltaf þegar markmiðið er að skelfa og innræta. Frumvarp fyrir þessum auknu heimildum lögreglu er einmitt á dagskrá.
Eins og skrattinn úr sauðarleggnum birtust sendiráð Bretlands og Bandaríkjanna, með viðvaranir til sinna borgara um að hættulegt sé að vera á ferli í Borg óttans.
Svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað?
Á þeirri tæpu hálfu öld sem undirrituð hefur dregið andann, man hún ekki eftir að sendiráð Bandaríkjanna og Bretlands hafi varað við til dæmis ferðalögum til sinna eigin ríkja, þrátt fyrir öldur ofbeldis, tugi morða í hverri viku og þaðan af fleiri nauðganir, líkamsárásir, íkveikjur og önnur hræðileg ofbeldisverk.
Ísland er því mjög langt frá því að vera staður þar sem raunveruleg ástæða væri fyrir sendiráð þessara ríkja til að hafa áhyggjur af sínum eigin ríkisborgurum.
Murder rates are up 50 percent in the United States since 2015. 50 PERCENT. That is a catastrophic failure for decarceration and cashless bail and cannabis legalization and all the other soft-on-crime policies, and the left needs to own it.
— Alex Berenson (@AlexBerenson) November 23, 2022
Þannig neyðist undirrituð til að álykta, að kvöldið örlagaríka, þar sem ungmennafélagsandinn yfirgaf æskulýðinn í einu af samkomuhúsum bæjarins, með þessum afleiðingum, sé notað í þeim tilgangi að þrýsta á almenning og stjórnvöld til að afhenda frelsi borgaranna til lögreglunnar til að fara með að vild.
Það væri því við hæfi að ríkisstjórnin, og þá sérstaklega utanríkis- og dómsmálaráðherra, gerðu nánari grein fyrir því hvaða hagsmuni Bandaríkin og Bretland gætu haft af þessum fordæmalausu afskiptum af íslenskum innanríkismálum.
Jafnframt fer að verða tímabært að íslenskir meginstraumsfjölmiðlar geri grein fyrir makalausum undirlægjuhætti sínum gagnvart valdhöfunum undanfarin ár.
2 Comments on “Um óbein afskipti sendiráða Bretlands og Bandaríkjanna af íslenskum innanríkismálum”
Þetta var bersýnilega fyrsti stóri feik-viðburðurinn sem íslenska löggan skipuleggur, (auðvitað samkvæmt fyrirskipun og tæknilegri aðstoð erlendis frá því ekkert vesturheimskt ríki er undanþegið þátttöku í slíkum uppákomum).
Hlægilega lélegt leikrit, þegar hópurinn skakklappast ráðvilltur niður stigann, hver öðrum klunnalegri, auðvitað allir óþekkjanlegir, og hvergi sjást neinir viðskiptamenn á ferli inná þessum vinsæla skemmtistað.
En það skiptir engu máli, langt gæsluvarðhald framundan, jap, jaml og fuður (hvað vitum við um….bla, bla), almenningur kokgleypir við öllu saman og svo rennur nýtt löggufrumvarp ljúflega í gegn á nýju ári og rafbyssurnar líka.
Þetta er góður pistill.