Allt í plati ekkert að marka, en við erum samt flottust

frettinJón Magnússon, LoftslagsmálLeave a Comment

Jón Magnússon skrifar:

Svandís Svavarsdóttir atvinnumálaráðherra mætti á 27. loftslagsráðstefnu SÞ ásamt 44 fulltrúum íslenskra stjórnvalda. Engum datt í hug að takmarka kolefnisspor t.d. með því að þáttakendur væru á Zoom. Fyrirgefið það er fyrir venjulegt fólk en ekki stjórnmála- embættis- eða fréttaelítuna.

Fyrsta loftslagsráðstefna SÞ um hnattræna hlýnun var haldin árið 1992 í Rio de Janeiro. Í Río ákváðu leiðtogarnir að stofna sjóð þar sem lönd sem yrðu verst úti mundu fá bætur. Engin hefur greitt í þann sjóð. Í Ríó arið 1992 var haldið fram að allt væri að fara til andskotans og fólk mundi stikna í vítislogum innan áratugs.

Nú þrjátíu árum síðar er gert samkomulag í Sharm el-Sheik um sérstakan bótasjóð, sbr. samkomulagið í Rio 1992. En hvar eru vítislogarnir og hvað hefur breyst á þessum þrjátíu árum?

Svandís Svavarsdóttir hefur lýst því yfir að íslenskir skattgreiðendur eigi að greiða í þennan bótasjóð, þó að engin fjárveiting liggi fyrir og engin fjárheimild, þannig að yfirlýsingar hennar eru álíka innantómar eins og botnin sem var suður í Borgarfirði í sögunni um Bakkabræður. Raunar er líklegt að sama gildi um aðra sem samþykktu þetta makalausa rugl.

Helstu mengunarvaldar og kolefnisútbíjunarþjóðir heims Indland og Kína láta sér ekki detta í hug að taka þátt í þessu enda var þetta alltaf hugsað til að færa peninga frá Evrópu  til Asíu og Afríku. Indland og Kína hafa ekki samþykkt að taka þátt í einu eða neinu hvort heldur að greiða í bótasjóð eða draga úr útblæstri koltvísýrings í samræmi við samþykktir Parísarsamkomulagsins.

Allt er þetta fyrir gapuxa eins og Svandísi Svavarsdóttir og framkvæmdastjóra SÞ. sem hefur sagt á síðustu 4 loftslagsráðstefnum SÞ.að við værum að stikna í helvíti þó ansi langt sé í að þeir sem  gopa í hita við frostmark verði þess varir.

Svo ætlar heilagasta landið í loftslagsmálum af öllum heilögum, Þýskaland að opna aftur kolaorkuver á næstu dögum. Skyldi Svandís Svavarsdóttir vita af því?

En framkvæmdastjóri SÞ. kommúnistinn Guteres  lýsti því enn einu sinni yfir við opnun ráðstefnunnar þegar hann bauð velkomna þau 3000 sem komu til ráðstefnunnar á einkaþotum ásamt öðrum, að við mættum engan tíma missa þar sem að heimurinn væri að stikna í vítislogum hamfarahlýnunar. Hann hafði ekki enn uppgötvað fjarfundartæknina enda er það ekki í boði fyrir aðra en minnipokafólk.

Síðan klöppuðu allir við lok ráðstefnunnar og lýstu yfir miklum fönguði með árangurinn þó engin væri. 

Við erum epli sögðu hrútaberin.

Skildu eftir skilaboð