Er sprautan sem átti að endast ævilangt útrunnin eða ekki?

frettinBólusetningar, Geir Ágústsson1 Comment

Eftir Geir Ágústsson:

Ahh, þessar gömlu góðu bólusetningar! Þessar sem við þáðum sem krakkar og njótum nú alla ævi. Til dæmis þessar gegn mænusótt (polio, lömunarveiki), sem er skelfilegur sjúkdómur. Samkvæmt dönskum heilbrigðisyfirvöldum í það minnsta:

Når barnet er 5 år, får det endnu en vaccination mod difteri, stivkrampe, kighoste og polio. Barnet vil herefter være beskyttet mod difteri og stivkrampe i yderligere 10 år. Vaccinationen beskytter mod kighoste i 5-10 år og mod polio resten af livet.

**********

Þegar barnið er 5 ára fær það aðra bólusetningu gegn barnaveiki, stífkrampa, kíghósta og lömunarveiki. Barnið verður síðan varið gegn barnaveiki og stífkrampa í 10 ár í viðbót. Bólusetning verndar gegn kíghósta í 5-10 ár og gegn lömunarveiki það sem eftir lifir.

Gott og vel. Barnabólusetningin verndar gegn mænusótt alla ævi. Að minnsta kosti í Danmörku.

En hvað segja íslensk sóttvarnaryfirvöld? Eitthvað annað! Tilvitnun:

Sóttvarnarlæknir mælir sérstaklega með því að fólk 24 ára og eldra sem ekki hefur fengið bólusetningu gegn barnaveiki og mænusótt á síðustu 10 árum fái slíka bólusetningu fyrir öll ferðalög erlendis.

Í tilviki barnaveiki rennur sprautan út eftir 10 ár á bæði Íslandi og í Danmörku. Í tilviki mænusóttar rennur íslenska sprautan út eftir 10 ár en sú danska aldrei.

Nú er ég í vafa. Ég fékk íslensku sprautuna á sínum tíma fyrir vel yfir 10 árum síðan. Samkvæmt íslenskum yfirvöldum er ég núna varnarlaus gegn mænusótt. Samkvæmt þeim dönsku ekki. Eru Danir að nota betri efni? Á ég að setjast við hlið dóttur minnar þegar hún verður 5 ára og biðja um sprautu líka? Verður hlegið að mér? Á ég að prenta út leiðbeiningar íslenskra yfirvalda og heimta sprautu?

Öll ráð vel þegin. Kannski ég hafi misskilið eitthvað hérna.

One Comment on “Er sprautan sem átti að endast ævilangt útrunnin eða ekki?”

Skildu eftir skilaboð