Gengjastríð í Reykjavík um helgina?

frettinPistlarLeave a Comment

Aukinn viðbúnaður verður hjá Reykjavíkurlögreglunni um helgina. Fjölmenningin sem sumir hafa kallað ákaft eftir hefur haldið innreið sína. Myndband af hnífstunguárás á skemmtistað, sem virðist þáttur í gengjastríði, fór í dreifingu á Netinu og hefndum er hótað. Slíkar árásir eru algengar víða erlendis og fyrr í mánuðinum þá var birt upptaka af slíkri árás í fataversluninni Selfridges í Oxford stræti, London innan um skelfda viðskiptavini. Meðlimir tveggja gengja sem hafa barist um yfirráðasvæði hittust þar fyrir tilviljun að því er virðist og 19 ára nemi í byggingaverkfræði dró upp hníf og stakk tvo. Hann fékk tveggja og hálfs árs dóm og ætlar að halda námi sínu áfram í fangelsinu.

Á árinu 2021 voru 30 ungir menn, þeir yngstu 14 ára, drepnir í hnífstunguárásum eða skotárásum (þrír) í London.  Í grein Mirror má sjá myndir af þeim og hvar þeir voru drepnir; athygli vekur að þeir eru allir litaðir. Í heildina voru 42 stungnir til bana á Englandi og í Wales það ár. Haft er eftir yfirlögregluþjóni að samskiptamiðlar á netinu og kórónapestin hefðu haft mikil áhrif á þá er taka þátt í slíkum árásum. Hann segir að unga kynslóðin líti á hnífstunguárásir sem einn þátt lífsins og það sé engan veginn ásættanlegt.

Þetta vandamál er þó ekki nýtilkomið. Í grein í Guardian fyrir þremur árum, þ.e. fyrir kóvid, mátti lesa að hundruð ungmenna hefðu verið send til Sómalíu, Sómalílands og Kenya til að forða þeim frá því að festast í klóm gengja og vera beitt ofbeldi. Haft er eftir varaborgarstjóra Islington (Gíslatúns) að eina leiðin til að tryggja öryggi strákanna sé að senda þá burt. Samfélagið hafi ítrekað kvartað um skort á öryggi en enginn hafi hlustað.

Þegar gengjamenning festir sig í sessi er nær ómögulegt að uppræta hana. Það hafa m.a. Danir og Svíar fengið að reyna. Hin nýja ríkisstjórn Svía setur það í forgang í afbrotamálunum að reyna að hemja gengin og gengur þar í smiðju Dana. Reyna skal að fyrirbyggja að ungmenni leiðist út í glæpi. Tvöfalda skal refsingu fyrir meðlimi gengja og vísa fleiri gengjameðlimum úr landi, leyfa forvirkar rannsóknaaðferðir, vopnaleit á ákveðnum svæðum og taka upp möguleikann á  að takmarka búsetusvæði í allt að tíu ár eftir að menn koma úr fangelsi.

Skildu eftir skilaboð