Krossgötur: andspyrna við dynjandi áróður ríkisvalds og fjölmiðla

frettinFjölmiðlar, Geir Ágústsson, Stjórnmál1 Comment

Eftir Geir Ágústsson:

Það hefur komið glöggt í ljós á síðustu tæpu þremur árum að það frjálsa og opna samfélag sem við töldum okkur búa í á Vesturlöndum stendur á krossgötum. Þvinganir gagnvart daglegu venjubundnu lífi fólks, fordæmalausar áróðursherferðir og innræting af hálfu stjórnvalda, og síðast en ekki síst þöggun og útilokun þeirra sem ekki fylgja hinni opinberu forskrift, allt gengur þetta þvert gegn þeim hugsjónum um lýðræði og mannréttindi sem liggja til grundvallar lýðræðisþjóðfélögum nútímans.

Þetta eru upphafsorð kynningartexta nýs vefmiðils, Krossgötur, sem er og verður rekinn af nýstofnuðum samtökum, Málfrelsi. Þau samtök eru stofnuð

... í þeim tilgangi að standa vörð um opna og frjálsa umræðu og ákvörðunarvald hins hugsandi einstaklings sem efast; undirstöðu frjáls lýðræðissamfélags. Félagsmenn stuðla að vitundarvakningu og vekja fólk til umhugsunar með útgáfu, fundahöldum, greinaskrifum og þátttöku í samfélagsumræðu.

Ég er viðloðinn bæði vefmiðilinn og félagið og hlakka til að styðja við hvoru tveggja. Ég verð þar í félagsskap með hægri- og vinstrimönnum, sósíalistum og kapítalistum, konum og körlum. Viðloðandi starfið verða bæði Sjálfstæðismenn og Vinstri-grænir, óflokksbundnir og flokksbundnir, ungir og gamlir. Þetta verður gott, og ég hvet þig til að fylgjast með.

One Comment on “Krossgötur: andspyrna við dynjandi áróður ríkisvalds og fjölmiðla”

  1. I don’t think the title of your article matches the content lol. Just kidding, mainly because I had some doubts after reading the article.

Skildu eftir skilaboð