30% aukning í útfararþjónustu í Þrándheimi – lík geymd í bílskúrum

frettinÚtfararþjónustaLeave a Comment

Stærsta útfararstofa Þrándheims í Noregi hefur undanfarið staðið frammi fyrir óvenjulegum vanda og eru starfsmenn stofunnar kvíðnir fyrir komandi flensutíð.

Lars Svanholm er framkvæmdastjóri útfararþjónustunnar Þrándheims, Svanholm & Vigdal Gravferd. Hann er af fjórðu kynslóð útfararstjóra, en enginn af forverum hans hefur upplifað eins mikla aukningu og á sér stað núna. Svanholm áætlar að útfararstofan sinni 30 prósent fleiri útförum í ár en í fyrra, þegar dánartíðni í Noregi var þegar óvenju há.

Við höfum ekki verið með svona mikla aukningu frá því að fyrirtækið var stofnað árið 1922, segir Svanholm við TV 2 í Noregi.

Við erum á viðbúnaðarstigi eins og tíðkast þegar fjöldi dauðsfalla verður á skömmum tíma. Í flugslysum og öðrum stórslysum er það gert, en nú höfum við þurft að nota reglurnar í tengslum við venjuleg dauðsföll, segir Svanholm.

Hafa þurft að geyma lík í bílskúrum

Þessi mikla eftirspurn hefur haft óvenjulegar afleiðingar fyrir Svanholm og 26 starfsmenn útfararstofunnar. „Þetta hefur skapað gríðarlegan vanda, t.d. hefur verið ónægt kælipláss og skortur á stöðum til að framkvæma athafnir, og því hefur orðið nokkur biðtími fyrir eftirlifendur, segir Svanholm.

Stundum hefur verið svo mikil eftirspurn að nota hefur þurft bílskúra og aðrar bráðabirgðalausnir eins og frystirými. Þetta hefur áður aðeins tíðkast í tengslum við neyðaratvik.

Held að toppnum sé ekki náð

Að sögn Svanholm eiga eftirlifendur þeirra látnu það á hættu að þurfa bíða í 15-20 daga á milli andláts og greftrunar þar sem kirkjur og aðrar stofnanir sem sinna útförum eru fullbókaðar.

Sorgarferlið getur einkennst af því að syrgjendur þurfi að bíða lengur en venjulega. Sumir verða fyrir vonbrigðum þegar þeir þurfa jafnvel að bíða í viku til viðbótar eftir útförinni, en þeir skilja vandamálið, segir Svanholm.

Dánartíðni í Noregi var óvenju há árið 2021, sagði norska lýðheilsustofnunin (FHI), en hafði verið lág árið 202, vegna sóttvarnaraðgerða, segir í TV2.

Skildu eftir skilaboð