Bara fyrir ólöglega hælisleitendur

frettinHælisleitendur, Jón Magnússon, Stjórnmál3 Comments

Eftir Jón Magnússon hæstaréttarlögmann:

Hér færðu 300 þúsund krónur á mánuði og heilbrigðisþjónustu ef þú þarft á að halda þó þú megir skv. lögum ekki dvelja hérna. Þetta er það sem íslensk stjórnvöld bjóða ólöglegum hælisleitendum, sem hefur verið vísað úr landi. 

Ó hve landinn yrði sæll og elska mundi landið heitt, ef hann fengi kr. 300.000 um hver mánaðarmót frá Ríkinu inn á bankareikninginn sinn eins og ólöglegir hælisleitendur fá sem eru í felum fyrir lögreglunni. 

Einhver leiðindaskjóða mundi sjálfsagt benda á, að það gengi aldrei upp, Ríkið færi lóðbeint á hausinn ef það leyfði sér að gera jafnvel við íslenska ríkisborgara og þessa ólöglegu hælisleitendur.

Ríkið er rekið með bullandi halla. Greiðslurnar til ólöglegu hælisleitendanna, sem eru í felum fyrir réttvísinni er kostnaður sem börnin okkar og barnabörn þurfa að greiða í framtíðinni. 

Ekki nóg með þetta. Jafnvel þó að Ríkið greiði fargjald ólöglegu hælisleitendanna, fararkostnað og allt að kr. 450.000 í aðlögunarstyrk, þá eru þeir samt í felum og þiggja mánaðarlegan tékka frá íslenskum  skattgreiðendum upp á kr. 300.000.

Þetta er ekkert nýtt. Svona hefur þetta bull verið í meira en áratug og heldur verið bætt í en dregið úr. 

Talandi um mannúð. Þá er kostnaðurinn við einn ólöglegan hælisleitenda svo mikill að þeir peningar sem eytt er í  hvern einstakan duga til að fæða og klæða 100 manns í brýnni þörf á átaka- og ófriðarsvæðum. Fólk sem á raunverulega bágt. 

Það er nóg komið af því að stjórnmálaelítan í landinu misfari svona með opinbert fé og geri svona hrikalega upp á milli fólksins í landinu og ólöglegu innflytjendanna. Það verður að hætta þessu rugli og sýna þeim stjórnmálaflokkum sem ætla að halda því áfram, að þeir eigi ekki lengur erindi við kjósendur í landinu. 

3 Comments on “Bara fyrir ólöglega hælisleitendur”

  1. En ´góða´ fólkið má ekkert aumt sjá. Við skulum bjarga öllum heiminum jafnvel þó að það kosti okkur aleiguna. Það er þess virði!

  2. Bara að skrúfa fyrir peningana til þeirra og líka sjúkrakostnað, ætli þeir kæmu þá ekki fljótlega í ljós og þá fría fer út úr landinu….

  3. G-óða fólkið sem ekki hugsar dag fram í tímann er þarna um að kenna að yfirvöld þora ekki að stoppa þetta hryðjuverk á íslensku þjóðfélagi. Yfirvöld eru með mannleysur á þingi sem samþykkja stöðugt að harmleikir gangi og eyðilegging yfir landsmenn án afskipta lögreglueða þingheims, má þar telja fleyra upp fleyri skemmdarverk eins og öfgafullan feminisma og ofur heimskan transfeminisma þar sem ekkert er sannleikanum samkvæmt. Ísland hleypir aukalega inn miklum fjölda af alnæmis smituðum sem smita svo þá sem fyrir eru og valda mannharmleik og lífstíðar vandamálum fjölda fólks.
    Húsnæðis kreppan er bein afleyðing þessarar gengdarlausu flóttafólks “fjölmenninga” dýrkun og landsfólk lifir í kjölfarið við sult og kreppuástand sökum þessa gífurlega húsnæðisskorts.
    Lokum landinu fyrir flóttafólki og hjálpum sjálfum okkur fyrst áður en við björgum öllum heiminum.

Skildu eftir skilaboð