„Við erum Rússar frá Moskvu en búum hér“

frettinJón Magnússon, Pistlar4 Comments

Eftir Jón Magnússon:

Ég varð vegmóður á langri göngu í Glóaldinlandinu og settist á bekk í garði. Tvær fjölskyldur voru að leika framandi kúluleik. Ég spurði hvaðan þau væru. 

Nokkur bið var á svari en svo sagði annar mannanna. Við erum Rússar frá Moskvu, en búum hér. Konan hans kom og sagði. Það er ekki gaman að segja frá því núna. Ég sagði fólk er fólk og ég virði ykkur sem einstaklinga og hef ekkert á móti Rússum. Næstu nágrannar mínir hér eru Rússar yndislegt fólk og erfitt að finna betri nágranna. Heiðarlegt, hjálplegt og gott fólk sem við getum alltaf leitað til eins og þau til okkar.

Við eigum að meta fólk að verðleikum, sem einstaklinga. Nágrannar mínir hafa átt í verulegum erfiðleikum með að lifa eðlilegu lífi eftir að stríðið í Úkraínu brast á, þó þau hafi ekkert til saka unnið og búið á Vesturlöndum um árabil. Við Íslendingar tökum nú þátt í slíkum aðgerðum gagnvart venjulegu fólki eingöngu vegna þjóðernis þess. Einhvern tíma hefði það verið kallað fasismi.

Vel má færa rök fyrir því að beita skuli Rússa refsiaðgerðum, en það verður þá að vera gagnvart aðilum sem einhverju máli skipta og hafa með ákvörðunartöku að gera en ekki gagnvart venjulegu fólki, sem hefur jafnvel lítil sem engin tengsl lengur við gamla móðurlandið. 

Svo má spyrja. Af hverju settum við ekki refsiaðgerðir á Rússa og Sovétríkin, þegar þeir réðust inn í Ungverjaland 1956 eða Tékkóslóvakíu 1968 og skyldi forseti Alþingis hafa sýnt Rússum þá óvirðingu, að bjóða ekki sendiherra Rússlands þá Sovétríkjanna í boð fyrir sendiherra eins og forseti Alþingis gerir núna?  

Væri ekki affarasælla að íslenska þjóðin fylgdi þeirri stefnu sem best hefur gefist okkar þjóð, að eiga vinsamleg samskipti við allar þjóðir. Allt annað er glapræði í utanríkisstefnu lítillar þjóðar.

Við fengum ekki að verða meðal þeirra þjóða, sem stofnuðu Sameinuðu þjóðirnar af því að við neituðum að segja Þjóðverjum og Japönum stríð á hendur þegar ósigur þeirra blasti við árið 1945. Þá voru íslenskir ráðamenn óhræddir við að hafa sjálfstæða afstöðu til utanríkismála í samræmi við stöðu okkar sem vopnlausrar þjóðar hvað sem leið köllum helstu vinaþjóðar okkar þá Bandaríkjanna. 

Af hverju erum við hrædd við að hafa sömu stefnu núna. 

 

4 Comments on “„Við erum Rússar frá Moskvu en búum hér“”

  1. Það er ágætt hjá þér Jón að vera ekki með fasisma eða rasisma við Rússneska nágranna þína, það er örugglega nóg af þesskonar liði á Íslandi. Enn restinn af pistlinum þínum er innihaldslaust BULL frá A til Ö!
    Fyrir það fyrsta virðist þú ekki hafa neina vitneskju eða hlutlausa skoðun á heiminum, þú ert heilaþveginn og forritaður af BNA dýrkun í einu og öllu sem leiðir af sér þetta einstrengislega bandamanna BULLI!
    Heimurinn allur á að vera okkar bandamaður ekki bara þessi eina þjóð fyrir vestan álinn sem lítur á sig sem forréttinda hóp sem er í einræðisdómarasætinu hjá UN.
    Jón ætli þér væri ekki nær að tína fram allar þær árásir og stríðsglæpi sem BNA sem hafa framið síðan eftir seinna stríð og er nú úr nógu af taka. Ég held UN væri nær að setja refsiaðgerðir á BNA fyrir sína einræðistilburði og stjórnsemi í öðrum heimsálfum enn sinni eigin. Þetta blessaða stríð í Úkraínu er ekki runnið úr rifjum rússans eða hins almenna borgara í Úkraínu, blessaður kaninn ræsti þetta stríð ásamt sínum leppþjóðum í NATO þar með talið sauðheimsk sjórnvöld á Íslandi.

    Þú ættir að heyra í þeim Scott Ritter og Douglas Macgregor, þeir tveir gætu skólað þig til í þessum málum.
    Það er í raun ótrúlegt að maður eins og þú sért ekki betur að þér í þessum efnum!

  2. Afhverju setti Ísland ekki refsiaðgerðir gagnvart Bandaríkjunum þegar þeir gerðu innrás í Írak, Líbíu og Sýrland? Æj já Ísland studdi það sem partur af viljugum þjóðum.. Sem sagt það er í lagi að gera innrás á aðrar þjóðir en þú þarft bara að vera partur af rétta innrásarliðinu. Þvlílík hræsni. Skammast mín fyrir að vera Íslendingur – sem herlaus þjóð hefðum við ætíð átt að stuðla að friði en ekki ófriði og stríði eins og kappliðið í ríkisstjórn okkar er orðið.

  3. Þetta er alveg rétt hjá þér Trausti!
    Það er nú bara þannig að þegar Íslendingar ákváðu að ganga í NATO 1949 afsöluðum við öllu því sem telst vera sjálfstæði í utanríkismálum og hlutleysi þegar kemur að stríðsrekstri. Ísland er ekkert annað enn lendingarpallur fyrir stríðstól BNA!

    Þú talar um klapplið þessarar ríkisstjórnar, allar íslensku ríkisstjórnirnar hafa verið í einstrengis BNA bandamannaklappliðinu, það er í rauninni sorglegt hvað við eru vitlaus!

  4. Hver man ekki eftir fundi þeirra kumpána Davíð Oddsonar og Halldór Ásgrímssonar þegar þeir 2 samþykktu að gera Ísland meðsek sem partur af viljugum þjóðum. Mikið rétt Ari, Íslendingar eiga enga utanríkisstefnu heldur fáum við bara svona yellow post-it notes á fundum frá USA hvað skal kjósa svona svipað og við hörfðum upp á Þórólf skottulandlæknir þegar hann beið eftir sínum post-it notes í svokölluðum faraldri frá lyfjaframleiðendunum.. sry meinti WHO.

    Við erum líklega ein sorglegasta þjóð veraldrar, komin af þrælum og verðum alltaf þrælar.

Skildu eftir skilaboð