Eftir Pál Vilhjálmsson:
Lögreglurannsókn á aðild blaðamanna að byrlun Páls skipstjóra Steingrímssonar, stuldi á síma hans og brot á friðhelgi, er á komin til ákærusviðs. Búist er við ákærum innan tíðar.
Þessi rannsókn sem er í gangi núna hefur í sjálfu sér ekkert með Samherja að gera, þannig séð, heldur það hvort við, þessir fréttamenn, höfum mögulega séð eða dreift heimakynlífsmyndböndum Páls Steingrímssonar.
Ofanritað er haft eftir Þóru Arnórsdóttur í frétt Heimildarinnar er hún tilkynnir starfslok á RÚV. Í orðum Þóru er óbein viðurkenning að hún var með gögn úr síma skipstjórans undir höndum. En RÚV birti enga frétt upp úr síma skipstjórans, það gerðu Kjarninn og Stundin. Hlutverk Þóru var annað en að segja fréttir.
Síma Páls skipstjóra var stolið 4. maí 2021 á meðan hann var í öndunarvél vegna byrlunar. Rúmum tveim vikum síðar, 21. maí, birtu Kjarninn og Stundinni fréttir úr símanum. Staðsetningarbúnaður síma Páls sýnir að tækið var á Efstaleiti, vinnustað Þóru, og þar var síminn afritaður, klónaður.
Yfirheyrslur yfir sakborningum hófust snemma í október 2021. Gögn sýna að Þóra átti yfir 20 símtöl við konuna sem ákærð verður fyrir að byrla Páli, stela síma hans og koma yfir á Efstaleiti, - steinsnar frá Landspítalanum þar sem skipstjórinn lá milli heims og helju. Umrædd símtöl voru haustið 2021. Enn er ekki vitað um símtöl dagana fyrir og strax eftir byrlun Páls.
Lögreglan er með upplýsingar um að blaðamenn höfðu frumkvæði að tilraunum til að nota símann til að komast inn á bankareikninga skipstjórans. Þeir vildu hafa lif skipstjórans í hendi sér þótt hann væri kominn úr öndunarvél. Eftir að skipstjórinn kærði sendu blaðamenn hótanir um aðför að einkalífi hans, héldi hann kærunni til streitu.
Þóra segist hætt í fjölmiðlum og gumar af mörgum verðlaunum. Þegar ákærur verða birtar er líklegt að fleiri verðlaunablaðamenn hverfi af vettvangi. Almenningur kaupir ekki fjölmiðla gegnsósa af siðleysi. Í heild verður blaðamannastéttin að horfast í augu við verðlaunasiðleysi innan eigin raða.
Auk þess að gefa upp staðsetningu las smáforrit í síma Páls öll símanúmar sem voru í grennd við símtækið þann tíma sem þjófarnir véluðu með tækið. Eftir að Páll komst til meðvitundar sá hann að átt hafði verið við símann. Hann kærði málið til lögreglu 14. maí, viku áður en Kjarninn og Stundin birtu fyrstu fréttir með vísun í gögn skipstjórans.
Hvorki Þóra né RÚV hafa gert grein fyrir því hvernig stolinn sími komst á Efstaleiti og hvers vegna hann var afritaður þar. Augljóst er að engar faglegar forsendur lágu til grundvallar. RÚV birti enga frétt.
Efstaleiti var miðstöð aðfarirnar að skipstjóranum. Þrem dögum áður en Páli var byrlað var Aðalsteinn Kjartansson undirmaður Þóru sendur yfir á Stundina. Skipulagið var svo nákvæmt að Aðalsteinn og Þórður Snær á Kjarnanum hringdu í Pál skipstjóra með tíu mínútna millibili daginn fyrir birtingu. Símtöl voru til málamynda. Kvenlega smásmygli má lesa úr framkvæmdinni.
Fimm blaðamenn verða ákærðir. Þóra Arnórsdóttir er opinberlega sakborningur frá 14. febrúar á síðasta ári. Í heilt ár er sakborningur í lögreglurannsókn yfirmaður á ríkisfjölmiðlinum Núna tilkynnir hún starfslok á RÚV með þessum orðum: ,,Það er ekkert drama, það alveg fjarri því að vera einhver dramatík í kringum þetta."
Í viðtali við Fréttablaðið er Þóra spurð hvort sakamálið hafi haft áhrif á skyndilegt brotthvarf eftir 25 á á RÚV.
„Nei, það hafði engin áhrif á þetta,“ segir hún ákveðin.
Frétt RÚV um starfslok Þóru er fáorð. Látið er eins og allt sé með felldu á Glæpaleiti kortéri fyrir birtingu ákæruskjala.
RSK-sakamálið, kennt við RÚV, Stundina og Kjarnann, hefur tekið sinn toll af RÚV. Helgi Seljan og Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri urðu að hætta. Aðalsteinn Kjartansson, sem skutlaðist af RÚV yfir á Stundin rétt áður en Páli skipstjóra var byrlað, er einnig sakborningur.
Þegar Stefán útvarpsstjóri losaði sig við Helga Seljan fyrir ári lét hann eftirfarandi fylgja að skilnaði:
Hvað Helga Seljan varðar sérstaklega þá er það sigur fyrir íslenska þjóð og blaðamennsku að þessi öflugi blaðamaður haldi áfram sínum störfum.
Ekki heyrist múkk frá útvarpsstjóra þegar einn af yfirmönnum stofnunarinnar, og andlit út á við, hættir. Kannski að Stefán átti sig á að kveðjuorð hans til starfsmanna eldast illa.
Stefán fær síðar tækifæri, líklega fyrir þingnefnd, að útskýra hvernig það atvikaðist að Efstaleiti varð miðstöð glæpa; hvers vegna útvarpsstjóri upplýsti ekki alþjóð um aðkomu starfsmanna og hvað réttlætti að Þóra starfaði í heilt ár á yfirstjórn RÚV sem sakborningur í alvarlegu refsimáli. Stefán gaf lögum og siðum réttarríkisins langt nef; sagði efnislega að engum kæmi við þótt glæpir væru skipulagðir og framkvæmdir af ríkisfjölmiðlinum. Tiltrú á RÚV er brostin.
Fimm sakborningar úr röðum blaðamanna, þar af þrír af ríkisfjölmiðlinum, er auðvitað engin „dramatík“, eins og Þóra segir.
Stærsti glæpur í íslenskri fjölmiðlasögu er réttari lýsing.
3 Comments on “Þóra, skipstjórinn og verðlaunasiðleysi”
Æ, mikið er nú gott að þetta globalista grey sé horfið af fjölmiðlavettvangi!
Ég ætla að vona að sannleikurinn komi fram og þetta hyski verði dæmt fyrir að byrla fyrir Páli skipstjóra.
Og þetta grey ætlaði að sækja stuðning almennings til að gerast forseti lýðveldisins. Hjúkk segi ég bara en því miður erum við líklega með verra grey á Bessastöðum.
Satt segirðu, þessi forseta trúður þeirra globalistana á Bessastöðum er sorglegur!
Það ætti fyrir löngu síðan að vera búið að leggja þetta flottræfilsembætti niður!