Á ekki að veita Sýrlandi aðstoð eftir jarðskjálftana?

frettinJón Magnússon, Náttúruhamfarir3 Comments

Eftir Jón Magnússon:

Hræðilegir jarðskjálftar riðu yfir Tyrkland og Sýrland í gær. Talið er að allt að 20.000 manns kunni að hafa farist í þessum jarðskjálftum. Það sem fólki dettur fyrst í hug þegar það les um slíkar hamfarir er hvað getum við gert til að hjálpa og lina þjáningar þeirra sem fyrir þessu hafa orðið. 

Vestræn ríki hafa lýst yfir vilja til að senda aðstoð til Tyrklands og rústabjörgunarsveitir eru á leiðinni þangað. 

En það heyrist ekkert um að það eigi að senda rústabjörgunarsveitir eða aðra aðstoð til Sýrlands. Vonandi er það svo, en hefur ekki ratað inn í fréttir af hamförunum og aðstoð sem í boði er nú þegar. 

Viðskiptaþvingunum er beitt gagnvart Sýrlandi og vöruflutningar þangað eru erfiðari og með öðrum hætti en til Tyrklands vegna stríðsástands undanfarinna ára. Nú eru stríðshrjáð héruð í Sýrlandi sem verða fyrir þessum náttúruhamförum. 

Hvað ætlum við Íslendingar að gera í þessu. Ég skora á utanríkisráðherra og íslensk stjórnvöld, að hlutast til um það að hjálp og aðstoð verði send til allra jafnt, sem urðu fyrir þessum hamförum og viðskiptaþvingunum gegn Sýrlandi verði hætt þegar í stað. 

3 Comments on “Á ekki að veita Sýrlandi aðstoð eftir jarðskjálftana?”

  1. Utanríkisráðherra truntan er alin upp í sömu ormagryfjunni og þú Jón, hún er forrituð af sömu BNA dýrkuninni og hefur þar með ekki nógu margar sjálfstætt starfandi heilasellur frekar enn hitt sauðheimska hyskið á alþingi!

Skildu eftir skilaboð